Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Krakkarnir í leikskólanum aðstoðuðu við fyrstu skóflustunguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund.

Skólastarf var flutt frá grunnskólanum að Dalbraut árið 2022 vegna myglu í húsnæði og hefur síðan farið fram í Gamla skóla, Muggsstofu og Skrímslasetrinu.

Ákveðið var í kjölfarið að reisa skyldi nýjan Bíldudalsskóla á lóð við íþróttamiðstöðina Byltu, sem nýta mætti á marga vegu og þjóna samfélaginu á Bíldudal. Vonir standa til að húsnæðið verði tilbúið fyrir skólastarf haustið 2025. Í skólanum eru 27 nemendur sem búa allir á Bíldudal og starfsmenn eru 10.

„Það er mikil tilhlökkun með nýja skólann okkar. Það verður einnig spennandi að hafa leikskólann og grunnskólann í sama húsnæði því það á eftir að byggja upp lærdómssamfélagið, sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og setja betri tengingu á milli skólastiga,“ segir Lilja Rut Rúnarsdóttir skólastjóri.

Skylt efni: Bíldudalur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...