Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld
Fréttir 15. febrúar 2016

Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld

Nýr þáttur um landbúnað hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld mánudaginn 15. febrúar. Þátturinn, sem ber heitið „Í hlaðvarpanum – sjónvarp landbúnaðarins“, verður sýndur vikulega og mun fjalla um um þá fjölbreyttu málefni og starfsemi sem landbúnaði tengjast.  
 
Leitast verður við að gefa huglæga mynd af málefnum greinarinnar, varpa fram staðreyndum, áhorfendum til fróðleiks og umhugsunar. Þættirnir, sem eru á vegum Landbúnaðarklasans, verða í umsjón Áskels Þórissonar blaðamanns og Berglindar Hilmarsdóttur bónda.
 
Jónas Egilsson.
Að sögn Jónasar Egilssonar, verk­efnisstjóra Landbúnaðarklasans, verður í þáttunum fjallað um allar hliðar og mikilvægi landbúnaðarins fyrir land og þjóð, fólkið sem starfar í greininni og þau viðfangsefni sem blasa við henni á öllum stigum, í frumframleiðslu, úrvinnslu, dreifingu og sölu. 
 
Efnistök sagði Jónas verða fjölbreytt. „Við fáum gesti í heimsókn til skoðanaskipta, verðum með kynningar á málefnum, vörum og verkefnum. Tekist verður á við fjölmörg stórmál landbúnaðarins á líðandi stundu, s.s.  búvörusamninga, matvælaverð og tolla, fæðuöryggi, gæði og öryggi matvæla til að nefna nokkur umræðuefni næstu þátta.“ Einnig yrði reynt að horfa til framtíðar, rætt við unga bændur um þeirra sýn á bústörf næstu kynslóða. Þá sagði hann að umhverfis- og loftslagsmál yrðu skoðuð, aðkomu bænda að uppgræðsluverkefnum, hvað hefði verið gert og hvað væri í bígerð á næstu árum, ásamt mörgum öðrum málum.
 
Þá væri ætlunin að hafa allt efni sem aðgengilegt fyrir sem flesta enda er landbúnaður ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar og snertir því sem næst alla landsmenn á hverjum degi. Þátturinn verður á sjónvarpsstöðinni ÍNN klukkan 21.30 á mánudögum.

Skylt efni: fjölmiðlar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...