Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlands á Seyðisfirði.

Celia hefur verið með aðsetur á Seyðisfirði frá árinu 2015 en hún er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún rannsakaði samfélagslega þróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskorana.

Celia er líka einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ ásamt því að koma að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Hún gegndi jafnframt starfi meðstjórnanda LungA skólans um nokkurra ára skeið.

„Ég stefni að því að taka til greina víðtæk innlend og alþjóðleg sjónarhorn og styrkja raddir listamanna, sem tilheyra minnihlutahópum og á sama tíma tryggja tengingu Skaftfells við sérstöðu svæðisins og Austurlands. Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands.

Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleifð og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma,“ segir Celia.

Sýningin, sem stendur nú yfir í Skaftafelli ber titilinn „Heiðin“ og er hluti af nýrri dagskrá Skaftfells og er sú fyrsta í nýrri sýningaröð, sem Celia hefur skipulagt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...