Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Frá Borgarfirði eystri.
Frá Borgarfirði eystri.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. mars 2016

Nýr kjarasamningur milli BÍ og SGS

Fulltrúar Bændasamtakanna og Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning sem kveður á um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn landbúnaðarstörf. Auk þess falla matráðar á bændabýlum undir samninginn. 
 
Samningurinn nær ekki til þeirra starfsmanna sem starfa við ferðaþjónustu eða aðra starfsemi sem fellur ekki undir ofangreinda skilgreiningu. Starfsmenn, sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl, geta þó fallið undir gildissvið samningsins enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. 
 
6,2% hækkun frá 1. janúar 2016
 
Nýi samningurinn er í raun uppfærsla af samningi sem undirritaður var 2015 og tekur mið af þeim breytingum sem gerðar voru á samningum á hinum almenna vinnumarkaði í upphafi árs. Þannig hækka laun frá 1. janúar 2016 um 6,2% og mótframlag í lífeyrissjóð hækkar næstu árin með sama hætti og í öðrum störfum á almenna markaðnum. Nýja samninginn má sjá á vef Bændasamtakanna, bondi.is.

Skylt efni: Kjaramál | kjarasamningar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...