Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Þórunn Ýr Elíasdóttir.
Líf og starf 18. desember 2023

Nýr kaupfélagsstjóri

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þórunn Ýr Elíasdóttir hefur verið ráðinn nýr kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga eftir að Björn Líndal Traustason sagði upp störfum í haust.

Þórunn tekur við nýja starfinu 1. febrúar næstkomandi. Hún hefur víðtæka reynslu af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja og stofnana. Hún var í yfir 30 ár rekstrar- og síðar fjármálastjóri hjá heildversluninni Kemis ehf. sem var fjölskyldufyrirtæki í eigu foreldra hennar. Einnig átti hún og rak blómaverslun í Breiðholtinu ásamt því að hafa starfað sem skrifstofu- og fjármálastjóri hjá félagasamtökunum Samhjálp. Síðustu ár hefur hún sinnt bókhaldsstörfum í ráðhúsi Húnaþings vestra.

Ættleidd frá Suður-Kóreu

Þórunn Ýr er fædd árið 1976 í Suður- Kóreu og er ættleidd þaðan. Hún var sótt þangað þegar hún var níu mánaða gömul og var alin upp í Breiðholti þar sem hún hefur búið lengst af. Hún er einkabarn foreldra sinna.

„Við hjónin réðum okkur svo í sláturtíð hjá sláturhúsi SKVH á Hvammstanga haustið 2020 og ætluðum okkur að vera í tvo mánuði, sem nú eru orðin þrjú ár og eftir þessa ráðningu er ekki fararsnið á okkur í bráð svo það teygist áfram á þessum tveimur mánuðum,” segir Þórunn Ýr hlæjandi. Hjónin eiga sex börn, þrjár tengdadætur og átta barnabörn.

Fjörutíu starfsmenn

Þórunn Ýr segir að nýja starfið leggist ljómandi vel í sig. „Ég fæ að fást við fólk, þjónusta fólk, glíma við tölur og verð, markaðssetningu og öllu því sem svona rekstri fylgir. Vonandi verð ég góður kaupfélagsstjóri, sem held áfram að halda skútunni uppréttri og á fleygiferð. Ég vil ná fram því besta frá þeim mannauði sem er þarna innandyra og halda uppi góðu og háu þjónustustigi til kaupenda.“

Fjörutíu manns starfa hjá kaupfélaginu, sem er á Hvammstanga, en þar eru starfandi þrjár deildir; kjörbúð, byggingar,- og búvörudeild og pakkhús.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...