Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrír stigahæstu keppendurnir á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli. Til vinstri er Gunnar Steingrímsson, sem var í þriðja sæti. Í miðjunni er Íslandsmeistarinn, Jón Stefánsson. Til hægri er Elvar Stefánsson sem hreppti annað sætið.
Þrír stigahæstu keppendurnir á Íslandsmeistaramótinu í hrútaþukli. Til vinstri er Gunnar Steingrímsson, sem var í þriðja sæti. Í miðjunni er Íslandsmeistarinn, Jón Stefánsson. Til hægri er Elvar Stefánsson sem hreppti annað sætið.
Mynd / Sauðfjársetur á Ströndum
Líf og starf 25. ágúst 2023

Nýr Íslandsmeistari í hrútadómum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Íslandsmeistaramótið í hrútadómum var haldið í tuttugasta skipti núna á sunnudaginn. Þar fór Jón Stefánsson frá Broddanesi á Ströndum með sigur af hólmi.

Samtals 63 tóku þátt í hrútaþuklinu, en keppt var bæði í flokki vanra og óvanra hrútadómara. Eins og áður segir, er Jón Stefánsson nýkrýndur Íslandsmeistari í hrútadómum og er þetta í fyrsta skipti sem hann sigrar. Í öðru sæti var Elvar Stefánsson frá Bolungarvík, sem var Íslandsmeistari árið 2010. Í þriðja sæti var Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti.

Í flokki óvanra vann Fanney Gunnarsdóttir, frá Stóra- Holti. Hún á hæfileikana ekki langt að sækja, enda hreppti faðir hennar þriðja sætið í flokki vanra. Í öðru sæti var Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá og að lokum var Kormákur Elí Daníelsson frá Hólmavík í þriðja sæti.

Í samtali við Bændablaðið, segist Jón Stefánsson þakka reynslu sem hann öðlaðist við ómskoðun lamba til fjölda ára. Þar var hann í miklu samneyti við ráðunauta, sem kenndu honum hvernig ætti að stiga hrúta. Jón, sem er 75 ára, segist enn geyma þessa þekkingu í höfðinu og höndunum.

„Þú þarft að gefa einkunn fyrir haus, háls, herðar, bringu útlegur, bak, malir, læri, samræmi, ull og fætur. Þú þarft að vinna þetta í höndunum og vita hvernig kindin á að vera,“ segir Jón.

Reyndustu ráðunautar landsins voru búnir að gefa fjórum hrútum einkunn fyrirfram og snérist keppnin um að gefa stig sem næst dómum ráðunautanna. „Það hafa aldrei verið svona jafnir og góðir hrútar í öll þau ár sem ég hef keppt. Þetta voru svakalega flottir hrútar,“ segir Jón, en þeir voru fengnir frá Miðdalsgröf.

Skylt efni: Hrútaþukl | hrútadómar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...