Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, undirrita greinargerð um nýtt hlutverk hússins.
Mynd / Margrét Ágústa
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin, en endurbætur þess eru langt komnar.

Þann 21. ágúst sl. lögðu þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, nýjan hornstein að Sögu við Hagatorg.

Festi ríkið og Félagsstofnun stúdenta kaup á húsnæðinu fyrir tæpa fimm milljarða kr. í lok árs 2021 og var ljóst að ráðast þyrfti í talsverðar endurbætur og viðgerðir. Framkvæmdir á Sögu hafa staðið yfir frá árinu 2022 en lagt var upp með að þær stæðu ekki lengur yfir en í rúm tvö ár, sem hefur gengið eftir.

„Það er afar ánægjulegt að nú hillir undir verklok við endurbætur á Sögu og að húsiðverði tekið í notkun á ný. Saga á sér glæsta sögu en nú er komið að kaflaskilumog við leggjum ríka áherslu á að færa húsið inn í nýja tíma og að þar verði blómleg oglifandi starfsemi,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektorHáskóla Íslands.

Gert er ráð fyrir að flutningur Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Sögu fari fram að mestum hluta í október, nóvember og desember nk. og reiknað er með að starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands flytji inn í húsið síðar í haust.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...