Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unnsteinn Snorri Snorrason og Freyja Þorvaldar tylla sér á skörina og ræða um framtíð sauðfjárræktarinnar.
Unnsteinn Snorri Snorrason og Freyja Þorvaldar tylla sér á skörina og ræða um framtíð sauðfjárræktarinnar.
Mynd / TB
Fréttir 6. mars 2020

Nýr hlaðvarpsþáttur: Á Skörinni er rætt um landbúnaðarpólitík

Höfundur: Ritstjórn

Nýr þáttur, Skörin, hefur göngu sína í hlaðvarpi Bændablaðsins. Það er Freyja Þorvaldar sem ræður ríkjum á Skörinni en hún er búsett á Grímarsstöðum í Borgarfirði. Í þættinum verður rætt um landbúnaðarpólitík í víðu samhengi, hagsmuni bænda og neytenda, stefnur og strauma. Fyrsti gestur Freyju er Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Þau tala um framtíð sauðfjárræktarinnar og velta fyrir sér hvernig bæta má hag stéttarinnar.

„Ætlunin er að heyra í fjölbreyttum hópi viðmælenda úr ólíkum áttum. Landbúnaðarkerfið er stórt og mikið og margir hafa á því skoðun, bæði hvort að best væri að breyta því eða hvort að núverandi fyrirkomulag sé hentugast. Það verður því af nógu að taka á Skörinni,“ segir Freyja.

„Ég er úr Kópavoginum en áhugi á landbúnaði hefur fylgt mér alla tíð, framan af aðallega á hrossum. Á Grímarsstöðum bý ég ásamt Jóni Ottesen manninum mínum og dóttur okkar og þar höldum við aðallega hross en einnig rúmlega 40 kindur. Jón er alinn upp á sauðfjárbúi og því var ekki hjá því komist að setja sig inn í málin til að geta tekið þátt í fjörugum eldhúsumræðum um landbúnað eins og tíðkast til sveita.“

Freyja stundar nám í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri ásamt því að sinna hlutastarfi við markaðsrannsóknir hjá Maskínu og vinna sem markaðsstjóri hjá Furuflís, sem selur undirburð í útihús.

Skörin er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f