Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Fréttir 29. desember 2014

Nýr heiðurskonsúll Rússlands skipaður á Sauðárkróki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, hefur skipað Ólaf Ágúst Andrésson heiðurskonsúl, eða ræðismann, Rússlands á Sauðárkróki en embættið nær um norðanvert landið frá Ísafirði til Egilsstaða.

Við athöfnina sagði sendiherrann að í ár væru 100 ár liðin frá því að fyrsti ræðismaður Rússlands hefði verið skipaður í embætti og af því mætti sjá að samskipti og vinátta landanna væru bæði byggð á gömlum merg og væru trygg.

Á meðal verkefna ræðismanna er að gæta hagsmuna sendiríkis og ríkisborgara, jafnt einstaklinga sem lögaðila í viðtökuríkinu, innan þeirra takmarka sem þjóðaréttur setur, stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti, gefa út vegabréf og ferðaskilríki til handa ríkisborgurum sendiríkisins og staðfestingaráritanir.

Að lokinni ræðu sendiherrans þakkaði Ágúst fyrir þann heiður sem honum hafi verið veittur með skipuninni og að hann mundi gera sitt ýtrasta til að sinna skyldum sínum af kostgæfni.

Skylt efni: Rússland

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...