Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Harpa Ólafsdóttir
Harpa Ólafsdóttir
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf hún störf í byrjun þessa árs.

Harpa er með MBA í mannauðsfræði frá Háskóla Íslands og lauk grunn- og framhaldsnámi í þjóðhagfræði frá Georg-August- háskólanum í Göttingen í Þýskalandi árið 1991. Hún hefur að auki réttindi sem leiðsögumaður.

Harpa hefur víðtæka þekkingu á m.a. greiningarvinnu og stefnumótun, málefnum vinnumarkaðarins og kjarasamningum. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, frá 2022 og var skrifstofustjóri kjaramála hjá Reykjavíkurborg, á mannauðs- og starfsumhverfissviði, fram að því, frá 2018. Um fimmtán ára skeið starfaði Harpa hjá stéttarfélaginu Eflingu sem sviðsstjóri kjaramála. Hún sat í stjórn Gildis-lífeyrissjóðs í sjö ár, sem formaður og varaformaður, og í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða um skeið.

„Ég tek m.a. með mér í nýtt starf að sjá ýmsar hliðar á öllum málum. Hlutverk mitt hefur verið að sjá ólíkar sviðsmyndir og geta svolítið bakkað til baka ef hlutirnir virðast alveg ófærir og sjá þá nýja fleti á málum. Það hefur jafnan verið minn styrkleiki,“ segir hún.

Harpa er fædd árið 1965 og á uppkomna tvíburasyni. Hún ólst upp í Reykjavík. Faðir hennar var frá Sauðanesi í Torfalækjarhreppi en móðir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en þau kynntust í Reykjavík í lok síðari heimsstyrjaldar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...