Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Nýi útsýnispallurinn við Hrafnagjá er glæsilegur í alla staði og á örugglega eftir að vera mikið notaður næstu árin af ferðamönnum á Þingvöllum.
Mynd / Þingvallaþjóðgarður
Líf og starf 28. ágúst 2020

Nýr glæsilegur útsýnispallur við Hrafnagjá á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega hittust Guðmundur Ingi Guðbrands­son umhverfisráðherra, Vilhjálmur Árna­son, varaformaður Þingvallanefndar, og Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum,  til að opna fyrir  aðgengi að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá í austan­verðum þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Útsýnisstaðurinn er sérstaklega glæsilegur og útsýnipallurinn veglega byggður og af honum blasir við nýtt sjónarhorn yfir sigdældina frá austri til vesturs. Landslag hannaði útsýnis­pallinn en smíðin og fram­kvæmdin var í höndum Andra Þórs Gestssonar húsasmíða­meistara og Kolbeins Sveinbjörnssonar, vélsmíðameistara og verktaka á Heiðarási í þingvallasveit.  Kostnaður við framkvæmdina var um 19 milljónir króna og er hluti af verkefnaáætlun um landsáætlun um uppbyggingu innviða. 

Klippt á borðann, Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður ásamt Guðmundi Inga umhverfisráðherra og Vilhjálmi Árnasyni, varaformanni Þingvallanefndar, og tveimur landslagsvörðum þegar nýi útsýnispallurinn var formlega vígður. 

„Að lokinni opnun á útsýnispalli við Hrafnagjá var farið í gestastofu á Hakinu þar sem kynning verður á fyrstu hugmyndum í deiliskipulagi á mest heimsótta svæði þjóðgarðsins sem nær frá Valhallarreitnum að þjónustumiðstöð á Leirum. 

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningar­minja.  Stefnt er að því að draga úr umferð neðan við Almannagjá en skipuleggja megin aðkomu og bílastæði ofan við gjána og meðal annars eru komnar fram  hugmyndir um nýja aðkomu að þingstaðnum forna um nýja gönguleið fram af brún Almannagjár norðan við Öxarárfoss,“ segir Einar Á.E.Sæmundsen þjóðgarðsvörður.

Útsýnispallurinn er við þjóðveginn í austanverðri sigdældinni á brún Hrafnagjár, um 6 km austan við þjónustumiðstöðina og um 2 km vestan við Gjábakka. Kynningin á hugmyndum í deiliskipulagi verður svo í kjölfarið í gestastofu á Haki. 

Skylt efni: Þingvellir | Hrafnagjá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...