Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr formaður norsku bændasamtakanna
Fréttir 19. júní 2014

Nýr formaður norsku bændasamtakanna

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Lars Petter Bartnes var kjörinn nýr formaður norsku bændasamtakanna, Norges bondelag, á ársfundi samtakanna sem fór fram í byrjun mánaðarins í Lillehammer. Hann tók við af Nils T. Bjørke, sem er íslenskum bændum að góðu kunnur.

Lars er 45 ára gamall kúbóndi sem stundar einnig nautaaeldi, kjúklingaeldi og kornrækt. Hann sat í stjórn samtakanna á árunum 2008 til 2013 og hefur einnig setið í stjórn Nortura, sem er afurðfyrirtæki með kjöt og egg, frá árinu 2004. Bartnes er menntaður búfræðikandidat og býr í Steinkjer í Norður-Þrændalögum.

Bartnes þakkaði fráfarandi stjórn fyrir hennar góða starf. „Ég ætla mér að vinna áfram að því að halda Norges bondelag sem sterkum og skipulögðum samtökum,“ sagði hann í þakkarræðu.

Kristin Ianssen og Brita Skallerud voru endurkjörnar sem 1. og 2. varaformaður samtakanna. Kristin mun þar með hefja annað starfsár sitt en Brita hefur setið í fjögur ár. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f