Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vala Valtýsdóttir.
Vala Valtýsdóttir.
Mynd / ghp
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur sjóðsins fór fram sl. þriðjudag, 22. október.

Vala er lögmaður og meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. „Ég hef í seinni tíð verið meira að kenna, kenni bæði við Háskóla Íslands og á Bifröst og sit auk þess í tveimur stjórnum samhliða lögmannsstörfum,“ segir Vala. Hún er fædd og uppalin á Eskifirði en á ættir sínar meðal annars að rekja til Grýtubakkahrepps.

Vala bauð sig fram í aðalstjórn fyrir ársfund Lífeyrissjóðs bænda í júní sl. og á fundi í september var hún skipuð formaður stjórnar. Jóhann Már Sigurbjörnsson er varaformaður en aðrir í stjórn eru Berglind Ósk Alfreðsdóttir, Bjartur Thorlacius og Einar Ófeigur Björnsson.

Fyrir aukaaðalfund sjóðsins þann 22. október sl. lá fyrir tillaga að breytingum á samþykktum þess efnis að sjóðnum verði skylt að gera nauðsynlegar breytingar ef tryggingafræðileg athugun leiðir í ljós að meira en tíu prósenta munur sé á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga. Enn fremur ef slíkur munur hafi haldist meira en fimm prósent í samfellt fimm ár. Við þær aðstæður er stjórn sjóðsins heimilt, að höfðu samráði við tryggingafræðing sjóðsins og miðað við viðurkenndar tryggingafræðilegar forsendur, að lækka áunnin lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.

Slíkar breytingar á samþykktum lífeyrissjóða hafa verið að eiga sér stað í fleiri lífeyrissjóðum að sögn Völu. „Bændur verða að treysta því að það verði ekki gengið á sjóði þeirra meira en þarf. Það þarf að tryggja að nægar eignir séu í sjóðnum. Þessi breyting gerir stjórn mögulegt að grípa til aðgerða ef slík staða kemur upp.“

Hún segir stöðu Lífeyrissjóðs bænda svipaða og margra annarra minni sjóða hér á landi.

„Hér eru margir litlir sérgreindir sjóðir, rétt eins og lífeyrissjóður bænda. Í slíkum sjóðum er líklegra að það komi upp sú staða að verið sé að greiða meira út en inn. Stóra spurningin er hvort það væri betra fyrir litla sjóði að vera í breiðari sjóðum. Ef það hentar fyrir Lífeyrissjóð bænda að sameinast öðrum sjóði þá verður það skylda stjórnar að skoða þann möguleika,“ segir Vala.

Hún segir hlutverk stjórnar skýra. „Við þurfum að bera hag þeirra fyrir brjósti sem hafa borgað í sjóðinn og passa upp á fjármagnið þeirra.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...