Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ
Fréttir 3. júlí 2014

Nýr formaður Hollvinafélags LBHÍ

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þórir Haraldsson, framkvæmda­stjóri Líflands, hefur verið kosinn nýr formaður Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann segir að félagið muni hér eftir sem hingað til reyna að styðja við bakið á skólanum.

„Það sem er helst á döfinni hjá okkur er að horfa á hvað við getum gert til að hlúa að Landbúnaðar­háskólanum. Við ætlum að reyna að láta aðeins í okkur heyra hvað varðar framtíð háskólans á staðnum sem nú er í talsverðri óvissu. Ég veit að menn hafa verið að funda um framtíð skólans en ég hef ekki heyrt að það væri komin um það nein endanleg niðurstaða. Það er að vænta yfirlýsingar frá félaginu vegna þessa en spurning hvort ráðamenn taki eitthvað mark á okkur. Það er okkar skoðun í Hollvinafélaginu að þarna eigi að starfrækja sjálfstæðan og öflugan háskóla. Það ætti að hjálpa okkur við að framleiða meiri landbúnaðarvörur á Íslandi og við höfum nægt landrými til þess.

Við þurfum að búa okkur undir það að verða verulega mikill valkostur fyrir Evrópu einkum hvað varðar græna, vistvæna og einnig lífræna framleiðslu á matvælum. Þó að Íslendingar séu kannski ekki mikið að sækjast eftir lífrænt framleiddum matvælum fara hópar fólks sem sækjast eftir slíku í Evrópu stöðugt stækkandi. Þar eigum við tækifæri,“ segir Þórir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...