Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins
Mynd / BBL
Fréttir 28. nóvember 2017

Nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins

Guðrún Hulda Pálsdóttir er nýr auglýsingastjóri Bændablaðsins. 
 
Hún er lesendum blaðsins að góðu kunn en áður sinnti hún meðal annars sumarafleysingum og skrifum um hross og hestamennsku. Guðrún Hulda er með BA-próf í bókmenntafræði og er að ljúka meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur áður starfað við rannsóknir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, sem ritstjóri Eiðfaxa og blaðamaður á Morgunblaðinu. Guðrún Hulda hefur þegar hafið störf á blaðinu og hefur aðsetur í Bændahöllinni á skrifstofum Bændasamtakanna.
 
Tímarit Bændablaðsins á áætlun
 
Meðal fyrstu verka nýs auglýsingastjóra verður að taka þátt í útgáfu Tímarits Bændablaðsins sem kemur út 4. mars á næsta ári og verður prentað í 8 þúsund eintökum. Þar er tekið á helstu málefnum landbúnaðarins og eru efnistökin fjölbreytt. Ritinu verður dreift til allra áskrifenda, á öll lögbýli landsins og í fyrirtæki sem tengjast landbúnaðinum. Boðið er upp á hefðbundnar auglýsingar í ritinu en í seinni hluta þess verður pláss fyrir kynningarefni frá fyrirtækjum sem unnið er í samvinnu við blaðamenn. 
Sala á auglýsingum og kynningum er hafin og eru viðskiptavinir hvattir til að hafa samband. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563-0303 og netfangið ghp@bondi.is.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...