Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helga Ragna Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu ásamt Sigrúnu Pálsdóttur.
Helga Ragna Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu ásamt Sigrúnu Pálsdóttur.
Fréttir 15. mars 2022

Nýliðun í stjórn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Axel Sæland var kjörinn for­mað­ur Búgreinadeildar garð­yrkjunnar og Óskar Kristinsson endurkosinn í stjórn. Þrír nýir stjórnarmeðlimir voru kjörnir, þau Eygló Björk Ólafsdóttir, Halla Sif Svansdóttir Höllu­dóttir og Óli Björn Finnsson. Helga Ragna Pálsdóttir, Sigrún Pálsdóttir og Þórhallur Bjarnason létu af stjórnarsetu.

Á fundinum var lýst ánægju yfir því að garðyrkja sé á dagskrá í stjórnarsáttmála og þeim meðvindi sem greinin er að fá, að sögn Guðrúnar Birnu Brynjarsdóttur, starfsmanns Bændasamtakanna, sem leiddi fundinn og fór yfir stefnumörkun BÍ. Helgi Jóhannesson, ráðunautur frá RML, kom og fór yfir hagtölusöfnun í garðyrkju og talaði einnig um skýrsluhald í forritinu Jörð.

Tvær tillögur fóru frá deild garðyrkjubænda til Búnaðar­þings, önnur varðar gjaldskrá félags­manna og hin nýliðunarmál. Nokkur umfjöllun skapaðist um nýliðunar­styrki í landbúnaði og þá stigagjöf er varðar menntun umsækjenda, þar sem starfsmenntanám mun ekki vera metið sem skyldi að mati fundarmanna.
Þá fjölluðu garðyrkjubændur um íslensku fánaröndina sem notuð er á íslenskar garðyrkjuvörur. Lögð var til tillaga þess efnis að notkun hennar miðist eingöngu að þeim sem eru fullgildir félagar Bændasamtaka Íslands.

Búnaðarþingsfulltrúar deild­arinnar verða þeir Axel Sæland, Gunnar Þorgeirsson, Óskar Kristinsson og Óli Björn Finnsson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...