Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýjungar í endurskoðuðum nautgriparæktarsamningi
Lesendarýni 29. nóvember 2019

Nýjungar í endurskoðuðum nautgriparæktarsamningi

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður LK og bóndi á Egilsstöðum

Þegar ég gaf fyrst kost á mér í stjórn LK gerði ég það m.a. af þeirri ástæðu að ég vil vinna að framþróun greinarinnar þegar kemur að umhverfismálum. Þar eru mikil tækifæri fyrir okkur, bæði til að leggja okkar af mörkum og auka samkeppnishæfni í síbreytilegu markaðsumhverfi. Því er ég afar ánægð með þær nýjungar sem koma fram í endurskoðuðum samningi okkar nautgripabænda við ríkið.

Nokkrar nýjungar eru í samkomulaginu. Þar ber auðvitað hæst að við festum framleiðslustýringu í formi kvótakerfis í sessi og stöðvum niðurtröppun á greiðslum út á greiðslumarksmjólk sem átti að færast yfir á alla innvegna mjólk. Önnur stór breyting, sem hefur ekki fengið verðuga athygli er alveg nýr liður er varðar loftslagsmál. Metnaðarfull markmið um að íslensk nautgriparækt verði að fullu kolefnisjöfnuð eigi síðar en 2040.

Leiðin að kolefnisjöfnun

Til að slíkt markmið náist þarf að byrja á byrjuninni. Byggja upp þekkingu og efla um leið getu bænda til að auka bindingu og draga úr losun. Stjórnvöld eru sammála um að ráðast í auknar rannsóknir, ráðgjöf og fræðslu en kúabændur hafa einmitt barist fyrir því í mörg ár að á þeim sviðum verði gerðar bætur á. Þar er nóg að líta á aðalfundarályktanir LK hvers árs nokkuð langt aftur í tímann. Því tel ég að hér höfum við náð stórum áfanga í þeim málum.

Í haust gerði LK samning við EFLU verkfræðistofu um gerð skýrslu um kolefnislosun íslenskrar nautgriparæktar. Hennar er að vænta í kring um áramót og verður vonandi góður grunnur til að byggja komandi vinnu á. Við höfum einnig stefnumótun LK til ársins 2028 til að byggja á en þar er komið inn á atriði eins og áherslu á notkun innlendra aðfanga, þörf greinarinnar á jarðefnaeldsneyti, aukna þátttöku í umhverfisvernd o.fl. Ég tel að með þessum aðgerðum munum við koma til með að styrkja samkeppnisstöðu okkar svo um munar, sérstaklega þegar litið er til breyttra neysluvenja meðal yngri kynslóða og áhrifa á val þeirra við innkaup.

Vilji bænda ræður för

Ég hvet alla bændur að kynna sér vel hvað felst í framkomnu samkomulagi. Kröfur samninganefndar bænda voru byggðar á atkvæðagreiðslu bænda um framtíð kvótakerfis og aðalfundarályktunum LK og það er ekki annað að sjá en að þær hafi náð allflestar í gegn í þeirri mynd sem við óskuðum eftir, utan þess að setja hámarksverð á kvótamarkaðinn sem næmi tvöföldu afurðarstöðvarverði. Þess í stað var framkvæmdanefnd búvörusamninga falin heimild til að setja hámarksverð verði verðþróun á markaði óeðlileg að teknu tilliti til framboðs, eftirspurnar og aðstæðna að öðru leyti. Í janúar á næsta ári mun framkvæmdanefnd taka afstöðu til þess hvort setja eigi hámarksverð á greiðslumark á fyrsta markaði.

Hámarksverð getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda á hverjum tíma samkvæmt nýrri bókun við samkomulagið.

Ég stend heilshugar á bakvið samkomulagið og hlakka til að takast á við stóru verkefnin framundan.

Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi miðvikudaginn 27. nóvember og stendur fram á hádegi 4. desember. Ég hvet bændur til að nýta rétt sinn og kjósa!

Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður LK og bóndi á Egilsstöðum

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...