Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár
Fréttir 15. janúar 2015

Nýjar reglur um velferð sauðfjár og geitfjár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin reglugerð um velferð sauðfjár og geitfjár byggð á nýjum lögum um velferð dýra auk laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Eldri reglugerð um aðbúnað og- umhirðu sauðfjár og geitfjár fellur þar með úr gildi.

Tilgangur reglugerðarinnar er að tryggja velferð og heilbrigði alls sauðfjár og geitfjár með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skal við að sauðfé og geitur geti lifað í samræmi við eðlilegt atferli sitt eins og framast er kostur. Í reglugerðinni koma fram lágmarkskröfur um einstök atriði.

Meðal nýmæla má nefna að hver sem ætlar að eignast sauðfé eða geitfé skal tilkynna það til Matvælastofnunar svo tryggt sé að lögbundnar skráningar, merkingar og eftirlit geti hafist. Einnig er kveðið á um að umráðamaður eða sá sem sinnir kindum eða geitum hafi hæfni og þekkingu á þörfum dýranna auk líkamlegrar og andlegrar getu til þess að annast dýrin.

Í reglugerðinni eru ákvæði um að dýralæknum sé einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Einnig er að finna ákvæði er kveður á um að við pörun skuli varast að æxla saman dýrum sem vitað er að gefa afkvæmi sem valda verulegum burðarerfiðleikum.

Í byrjun árs 2023 tekur gildi ákvæði er varðar gólf þar sem málmristar eða málmgrindur eru í stíugólfum. Eftir gildistöku ákvæðisins skal 40% af gólffletinum, hið minnsta, vera með legusvæði úr timbri eða öðru efni með samsvarandi eða minni varmaleiðni en timbur.

Skerpt er á nokkrum ákvæðum frá eldri reglugerð s.s. að fé sem haldið er úti yfir vetur skal haft í fjárheldum girðingum þannig að eftirlit sé framkvæmanlegt fram yfir sauðburð, öllu sauðfé og geitfé skal tryggt nægilegt húsaskjól að vetrarlagi og skal á hverjum tíma vera hægt að sýna fram á að slíkt rými sé til staðar fyrir vetrarfóðraðar kindur. Einnig er skerpt á því að sauðfé og geitum skal tryggður aðgangur að nægu vatni í húsum á meðan þau eru á innistöðu.

Með reglugerðinni eru tveir viðaukar, sá fyrri fjallar um lágmarksstærðir húsa, innréttinga og búnaðar en sá seinni tilgreinir hvernig eigi að meta holdafar og hjálpar þannig við að meta fóðurástand gripa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f