Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum
Fréttir 9. febrúar 2015

Nýjar reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða með búfjárafurðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hinn 1. mars 2015 taka gildi nýjar reglur Matvælastofnunar um útgáfu heilbrigðisvottorða með sendingum búfjárafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). 

Þessum reglum er ætlað að skipuleggja vinnu við eftirlit og útgáfu vottorða. Tilgangur reglnanna er að gera útgáfuna skilvirka og í samræmi við gildandi löggjöf og alþjóðareglur.
Reglur um útgáfu heilbrigðisvottorða:

Heilbrigðisvottorð skulu gefin út áður en sending fer frá Íslandi.

Opinbert eftirlit með sendingu skal framkvæmt af Matvælastofnun áður en vottorð er gefið út. Fyrir hverja sendingu skal útflytjandi fylla út hleðslustaðfestingu og senda ásamt fylgigögnum til héraðsdýralæknis viðeigandi umdæmis.

Umsækjandi heilbrigðisvottorðs fyllir út viðeigandi vottorð og sendir rafrænt til Inn- og útflutningsskrifstofu Matvælastofnunar á utflutningur@mast.is. Afgreiðslutími heilbrigðis­vottorða er á virkum dögum og skal vera að minnsta kosti 24 klukkustundir. Umsóknir sem berast fyrir hádegi kl. 8–12 verða afgreiddar kl. 8–12 daginn eftir. Umsóknir sem koma inn kl. 12–16 verða afgreiddar á tímabilinu kl. 13–16 daginn eftir. Styttri afgreiðslutími er mögulegur fyrir ferskar afurðir.

Sendandi (Consignor) í heilbrigðisvottorði skal vera með kennitölu á Íslandi. Aðili með kennitölu á Íslandi getur verið skráður sendandi í heilbrigðisvottorði fyrir hönd erlendra aðila.

Umsækjandi fær afhent eitt frumrit af vottorði og eitt afrit. Eitt afrit er geymt hjá Matvælastofnun. Hægt er að óska eftir fleiri afritum/skönnuðum afritum gegn sérstöku gjaldi.

Tilbúin vottorð verða sett í móttöku á skrifstofu inn- og útflutnings að Stórhöfða 23 í Reykjavík, þar sem hægt verður að nálgast þau eða fá þau send í almennum pósti samkvæmt beiðni.

Kostnaður vegna ofangreinds, þar með talið eftirlit með hleðslu sendingar og útgáfa vottorðs, greiðist af útflytjanda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f