Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Fréttir 15. júní 2022

Nýjar öryggiskröfur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar.

Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir.

Allar vörur verði staðlaðar

Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni.

„Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann.

„Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við.

Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...