Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Bryndís Sigurðardóttir, Björn Þorláksson og Hermann Aðalsteinsson.
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfimi eru nú gerð skil í meira mæli og hægt að glöggva sig á eftirtektarverðum töktum í bridds og skák.

Björn Þorláksson er umsjónarmaður briddsþáttar en hann fylgist grannt með mótum sem fara fram víða um land á vegum Bridgesambands Íslands og tekur áhugaverða leikmenn gjarnan tali. Netfang Björns er bjornthorlaksson@gmail.com

Hermann Aðalsteinsson, bóndi í Lyngbrekku, er umsjónarmaður skákþáttar. Hann er formaður skákfélagsins Goðans í Þingeyjarsýslu og er þar að auki þekkingarbrunnur. Hann rifjar upp athyglisverðar skákir, lesendum til yndis- auka. Netfang Hermanns er lyngbrekku@simnet.is

Þá mun Bændablaðið njóta krafta Bryndísar Sigurðardóttur á næstunni. Hún er reynslumikill blaðamaður sem rak m.a. fjölmiðilinn Bæjarins besta á Ísafirði um árabil. Hún mun í sumar ferðast vítt og breitt um landið og taka hús á áhugaverðum viðmælendum. Netfang hennar er bryndis@yfirlit.is

Þau Bryndís, Björn og Hermann bætast í öflugan hóp einstaklinga sem leggja til hið fjölbreytta efni sem nálgast má í Bændablaðinu og við bjóðum þau hjartanlega velkomin til starfa.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...