Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið  er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efnarafala í ökutæki. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í New York-ríki, gaf út tilkynningu í lok júlí að það hafi þróað nýtt vetnisgeymslukerfi sem geti dregið úr þyngd og framleiðslukostnaði atvinnubíla sem búnir eru efnarafölum fyrir vetni.

Hið nýja einkaleyfisvarða vetnis­­geymslukerfi sam­þættir notk­­un á léttum efnum í tanka sem hafðir eru í grind úr málmi. Sagt er að slíkt kerfi sé um 43% léttara en hefðbundnir vetnistankar og kosti um 52% minna í framleiðslu. Þá séu um 75% færri íhlutir í þessu kerfi en öðrum vetnisgeymslukerfum sem nú eru notuð. Kerfið gefur auk þess möguleika á að vera með 5 til 10 mismunandi vetnistanka.

Nýja tæknin hefur þegar verið sett upp í flutningabílum í Evrópu og er reiknað með að hægt verði að bjóða þessa tækni í hvaða gerð vetnisbíla sem er á fjórða ársfjórðungi yfirstandandi árs 2021. Þróun þessarar tækni hefur farið fram á milli Hyzon Europe og Hyzon US, en fyrirtækið hyggst framleiða þetta nýja kerfi bæði í Rochester í New York og í Groningen í Hollandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...