Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá opnun nýju stöðvarinnar í Vogunum.
Frá opnun nýju stöðvarinnar í Vogunum.
Fréttir 7. maí 2018

Ný súrefnis- og köfnunar­efnisverksmiðja tekin í notkun í Vogum á Vatnsleysuströnd

Stefnt er að því að flytja alla meginstarfsemi ÍSAGA í Voga á Vatnsleysuströnd í framtíðinni en ný 2,5 milljarða króna verksmiðja fyrirtækisins var tekin þar formlega í notkun af iðnaðar- og viðskiptaráðherra við hátíðlega athöfn síðasta vetrardag. 
 
Verksmiðjan framleiðir súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu og mun styðja við ört vaxandi íslenskan iðnað og framleiðslu, ásamt því að sjá heilbrigðisþjónustunni áfram fyrir hágæða súrefni á öruggan hátt.
 
Nýja verksmiðjan í Vogunum kostaði 2,5 milljarða króna og getur framleitt 1.200 m³ á klukkustund, eða 30% meira en 40 ára gömul verksmiðja ÍSAGA við Breiðhöfða í Reykjavík. 
 
Bygging nýju súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju ÍSAGA ehf. og þýska móðurfélagsins Linde við Heiðarholt í Vogum á Vatnsleysuströnd er fyrsta skrefið í að flytja þangað alla meginstarfsemi þessa gamalgróna fyrirtækis, sem stofnað var árið 1919 í samstarfi við sænska fyrirtækið AGA. Með kaupum á AGA 1999 eignaðist Linde ÍSAGA en samsteypan er stærsta gasfyrirtæki heims í dag með starfsemi í yfir 100 löndum.
 
Meiri afköst – minni orkunotkun – engin mengun
 
Nýja verksmiðjan leysir af hólmi 40 ára gamla verksmiðju við Breiðhöfða í Reykjavík. Afkastageta hennar er um 1.200 m³ á klukkustund, eða 30% meiri en gömlu verksmiðjunnar, en orkunotkunin er samt umtalsvert minni. 
 
Fjárfestingarkostnaður vegna verksmiðjunnar er um 2,5 milljarðar króna, fyrst og fremst í tæknibúnaði. Hægt er að tvöfalda afkastagetuna þegar þurfa þykir og standa vonir til að það verði gert innan nokkurra ára samfara auknum uppgangi í fiskeldi, kísilmálmvinnslu, kæli- og frystiflutningum og endurvinnslu áls, ásamt áframhaldandi vexti í heilbrigðisþjónustu og hefðbundnum iðnaði. 
 
Verksmiðjan í Vogum er alsjálfvirk. Henni verður fjarstýrt af starfsfólki ÍSAGA sem fylgist með rekstrinum allan sólarhringinn á sama hátt og gert er í dag í verksmiðjunum við Breiðhöfða og að Hæðarenda í Grímsnesi, þar sem framleitt er koldíoxíð úr jarðhitavatni. Enginn mengandi úrgangur eða aukaefni fylgja framleiðslunni og eini útblásturinn er lyktarlaus vatnsgufa. Staðsetningin í Vogum dregur einnig umtalsvert úr kolefnisspori ÍSAGA en u.þ.b. 90% af því fljótandi súrefni sem fyrirtækið framleiðir fer til viðskiptavina sem eru í innan við 100 km fjarlægð frá Vogum.
 
Hreint loft – tær snilld!
 
Það er mikið öryggismál fyrir íslenskt þjóðfélag að vera sjálfbært í framleiðslu súrefnis og köfnunarefnis, ekki síst með tilliti til öryggis sjúklinga. Sjálfbærni og umhyggja fyrir umhverfinu eru leiðarstef í starfsemi ÍSAGA og Linde og kappkostar fyrirtækið að vera með vistvænar vörur og tæknilausnir, í takt við þá tæru snilld að vinna súrefni og köfnunarefni úr andrúmsloftinu – úr hreinu lofti með grænni orku. Auk þess að framleiða súrefni, köfnunarefni og koldíoxíð flytur ÍSAGA inn lofttegundir eins og glaðloft, argon, helíum, acetylen og própan. 
 
Um 28 manns starfa að jafnaði hjá fyrirtækinu, sem er með höfuðstöðvar að Breiðhöfða, þar sem er m.a. áfyllingarstöð, skrifstofa og verslun, auk þess sem félagið er með sjö afgreiðslustaði víðs vegar um landið.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f