Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
Fréttir 17. janúar 2017

Ný stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný stjórn tók við Framleiðnisjóði landbúnaðarins 15. janúar.

Samkvæmt skipunarbréfi er nýr formaður stjórnarinnar Elín Aradóttir, bóndi, Hólabaki, Húnavatnshreppi. Aðrir í stjórn framleiðslusjóðs eru Eiríkur Blöndal, Jaðri, Borgarfirði, Jóhannes Ríkarðsson, Brúnastöðum, Fljótum, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum og Sveinn Rúnar Ragnarsson, Akurnesi, Hornafirði.

Varamenn í stjórn eru Hanna Dóra Másdóttir, sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sigríður Jóhannesdóttir, Gunnarsstöðum, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðfinna Harpa Árnadóttir, Straumi og Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi.

Í lögum um Framleiðnisjóð landbúnaðrins segir að stjórn Framleiðnisjóðs skuli skipuð fimm mönnum sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra byggðamála og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður stjórnarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...