Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 1. apríl 2022

Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mikil nýliðun varð á stjórn Bændasamtaka Íslands sem var kjörinn á Búnaðarþingi í dag.

Herdís Magna Gunnarsdóttir, Egilsstöðum, Jón Örn Ólafsson á Nýjabæ, Reynir Þór Jónsson á Hurðabaki og Trausti Hjálmarsson , Austurhlíð komu ný inn í aðalstjórn.

Halldóra Kristín Hauksdóttir, Sveinbjarnagerði í Svalbarðshreppi og Halla Eiríksdóttir, Hákonarstöðum á Jökuldal, voru endurkjörnar í aðalstjórn.

Oddný Steina Valsdóttir og Hermann Ingi Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Fyrir þingið hafði Gunnar Þorgeirsson verið endurkjörinn formaður Bændasamtakanna til næstu tveggja ára.

Við sameiningu búgreinafélaga og Bændasamtakana á síðasta ári var ákveðið að fjölga um tvo í stjórn BÍ. Við það fjölgaði varastjórnarmönnum úr fimm í sjö.

Í varastjórn voru kosin Guðmundur Svavarsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Bessi Freyr Vésteinsson, Haukur Marteinsson, Sigríður Ólafsdóttir, Jón Helgi Helgason og Sigurður Þór Guðmundsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...