Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
ngunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, sem hafa opnað sæðingastöð á Syðri-Völlum rétt við Hvammstanga. Starfsemin fer vel af stað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. júlí 2023

Ný sæðingastöð

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Ingunn Reynisdóttir dýralæknir og Pálmi G. Ríkharðsson, kennari og hrossabóndi, hafa opnað sæðingastöð fyrir hross á Syðri- Völlum rétt við Hvammstanga.

Þau segjast leitast við að bjóða upp á sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert. Einnig eru þau með stóðhesta á staðnum í sæðingum. Stöðin er opin í júní og júlí.

Allar merar þarf að ómskoða oft til að tímasetja egglos sem og staðfesta fang.

Ingunn og Pálmi stunda hrossarækt og vissu að eftirspurn væri eftir slíkri þjónustu á Norðurlandi. „Við höfum verið að fækka okkar hrossum og erum með mikið land sem við vildum nýta betur. Til að komast í að halda undir bestu og vinsælustu hestana voru sæðingar auðveldasta leiðin. Einnig vorum við að hugsa til framtíðar þar sem alltaf er að verða algengara að vinsælir, góðir stóðhestar séu í sæðingum og vildum við því geta boðið upp á þjónustu við hryssur og stóðhesta. Við erum með kjöraðstæður, með mikla og góða haga með rennandi fersku vatni í öllum hólfum. Dýralæknir er á staðnum allan sólarhringinn og mikið og gott eftirlit er með hrossunum,“ segir Ingunn.

Ingunn sér um allt sem við kemur sónarskoðunum, sæðingum og vinnslu á sæðinu en Pálmi sér um allt umstang með merar og stóðhesta.

„Fyrir hryssueigendur viljum við leitast við að geta boðið upp á að fá sent sæði úr sem flestum og bestu hestum landsins ár hvert, sem verið er að taka sæði úr hverju sinni. Mikið og gott eftirlit er með aðbúnaði mera og folalda. Stóðhesteigendum getum við boðið upp á að vera með hesta hér í sæðingum og einnig að sæða með þeirra hestum með aðsendu kældu sæði,“ segir Ingunn.

Þekktir stóðhestar

Hægt verður að fá sæði úr nokkrum þekktum stóðhestum hjá Ingunni og Pálma í ár.

„Þeir sem standa til boða eru Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Fróði frá Flugumýri, Hrannar frá Flugumýri og Skýr frá Skálakoti. Okkar stóðhestur, Brynjar frá Syðri-Völlum, stendur einnig til boða. Þeir hestar sem verða staðsettir hér á Syðri-Völlum verða kynntir síðar,“ segir Pálmi og bætir við:

„Sumarið leggst mjög vel í okkur og erum við spennt að geta boði hryssueigendum upp á þann möguleika að geta nýtt sér þessa þjónustu hjá okkur. Pantanir fara vel af stað þó svo að við höfum enn þá ekki verið mikið að auglýsa.“

Skylt efni: sæðingarstöðvar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f