Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um plöntuverndarvörur
Fréttir 30. júní 2015

Ný reglugerð um plöntuverndarvörur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið.

Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.


Til plöntuverndarvara teljast efni sem notuð eru í landbúnaði og garðyrkju svo sem plöntulyf (skordýraeyðar/sveppaeyðar), illgresiseyðar og stýriefni. Plöntuverndarvörur eru notaðar við ræktun á korni, matjurtum, ávöxtum, skrautplöntum og öðrum nytjaplöntum til þess að koma í veg fyrir eða draga úr skaða af völdum sveppa, illgresis, skordýra og annarra meindýra. Stýriefni eru notuð til að hafa áhrif á vöxt og viðgang ákveðinna skrautplantna og fáeinna tegunda matvæla, t.d. til að örva rótarmyndun hjá græðlingum og til að varna ótímabærri spírun kartaflna svo að geymsluþol þeirra aukist.

Með reglugerðinni eru reglur um markaðssetningu plöntuverndarvara samræmdar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og Ísland verður fullgildur aðili að umfangsmiklu regluverki sem nær til setningar plöntuverndarvara á markað innan EES-svæðisins. Meðal helstu áhrifa reglugerðarinnar má nefna að hér á landi verður eingöngu heimilt að setja á markað plöntuverndarvörur, sem hafa farið í gegnum strangt áhættumat og fengið markaðsleyfi. Má ætla að með þessu verði aðgangur að plöntuverndarvörum greiðari hér á landi en undanfarin ár og á reglugerðin þannig að tryggja að framleiðendur í landbúnaði hafi aðgang að bestu fáanlegu lausnum til að beita við plöntuvernd þegar þörf er á notkun þessara efna.

Reglugerðin innleiðir í íslenskan rétt reglugerð (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað og ESB gerða tengdum henni, í samræmi við EES-samninginn.

Reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f