Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 7. október 2015

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní 2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. 
 
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar talsverðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana. Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands samkvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
 
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur í sér: 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Matvælastofnun veitt heimild til þess að staðfesta landbótaáætlanir þótt viðmið um ástand lands náist ekki í lok gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að dregið sé úr beitarálagi. 
 
Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst að viðmið um ástand lands næst ekki á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar upplýsingar um með hvaða hætti verði dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi landbótaáætlun, svo sem, með fækkun fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og styttri beitartíma og hvernig komið er í veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5. 
 
Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu uppfærðar í samræmi við efni reglugerðar þessarar. Núgildandi landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. 
 
Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta­áætlana í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Landgræðslunni veitt heimild til þess að aðstoða framleiðendur við gerð landbótaáætlana og áritar Landgræðslan þær landbótaáætlanir sem unnar eru í samstarfi við stofnunina. Aðrar landbóta­áætlanir mun Matvælastofnun senda til umsagnar til Landgræðslu ríkisins. 
 
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Matvælastofnun vill hvetja framleiðendur til að nýta sér þann möguleika að leita til Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...