Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Mynd / Tony Silva
Fréttir 8. júlí 2017

Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. 
 
Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum.
 
Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. 
 
DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan.
 
Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f