Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Fjölmenni mætti við formlega opnun nýju Gestastofunnar á Þingvöllum, m.a. umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar, en þeir eru hér í fremstu röð til vinstri.
Mynd / MHH
Fréttir 11. september 2018

Ný og glæsileg gestastofa fyrir ferðamenn á Þingvöllum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Nýlega var opnuð ný og glæsileg gestastofa á Hakinu í þjóð­garðinum á Þingvöllum í þeim tilgangi að útbúa betri aðstöðu fyrir móttöku ferðamanna fyrir ofan Almannagjá. 
 
Í nýju stofunni eru fjölnota fyrir­lestrarsalur, glæsileg gagnvirk sýning um sögu og náttúru Þing­valla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrif­stofurými.
 
„Við erum afskaplega stolt og ánægð með nýju gestastofuna því með henni opnast enn meiri möguleikar í miðlun á sögu og náttúru Þingvalla og upplýsingagjöf til gesta þjóðgarðsins sem er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins með um eina og hálfa milljón ferðamanna á ári,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. 
 
Með gagnvirkni stofunnar er m.a. hægt að læra um ferðalög fornmanna til Þingvalla með gagnvirkum hætti, bregða sér í hlutverk lögsögumanns í lögréttu í sýndarveruleika, fræðast um lífríki Þingvallavatns og jarðsögu svæðisins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...