Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ný lög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Fréttir 9. maí 2025

Ný lög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um ný heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, þar sem markmiðið er meðal annars að stuðla að markvissari og réttlátari úthlutun úr sjóðnum og einfalda skipulag hans.

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælti fyrir frumvarpinu á mánudaginn. Í tilkynningu úr innviðaráðuneytinu segir að veigamesta breytingin með frumvarpinu verði að nýtt líkan Jöfnunarsjóðs muni leysa af hólmi núverandi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlög. Um gagnsætt líkan sé að ræða sem sameini þessi framlög í eitt framlag. Meðal annarra helstu nýjunga sem tiltekin eru í tilkynningunni, eru að framlög vegna nemenda með íslensku sem annað mál verði veitt öllum sveitarfélögum sem uppfylla skilyrði og Reykjavíkurborg og Akureyrarbær fái sérstakt jöfnunarframlag vegna höfuðstaðarálags. Það verði veitt til að koma til móts við mikilvæga þjónustu sem Reykjavík og Akureyri veita öllum íbúum landsins.

Frumvarp á grundvelli tillagna starfshóps

Þá segir í umfjöllun innviðaráðuneytisins að um breytingar á úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs hafi verið fjallað í mörg ár.

Frumvarpið hafi verið samið á grundvelli tillagna starfshóps sem ráðherra skipaði árið 2023 til að endurskoða regluverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Markmiðið sé að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og tryggja að sjóðurinn fylgi þróun sveitarfélagagerðar. Frumvarpið hafi tvisvar verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og einnig komið til umfjöllunar á Alþingi þar sem leitað var eftir umsögnum sveitarfélaga og annarra hagaðila. Fjöldi kynningarfunda hafi verið haldinn og tillögurnar því fengið mikla kynningu.Breytingar voru gerðar á frumvarpinu til að koma til móts við ýmsar ábendingar og athugasemdir. Frumvarp í núverandi mynd hafi verið kynnt í samráðsgátt í febrúar.

Nauðsynleg þróun

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum á grundvelli ákvæða laga, reglugerða og vinnureglna sem settar eru um starfsemi hans. Þannig er stuðlað að því að sveitarfélögin standi á jafnari grunni, að teknu tilliti til land- og lýðfræðilegra þátta auk fjárhagslegs styrks, til að sinna lögbundnum verkefnum sínum.

Í tilkynningunni er haft eftir Eyjólfi að nauðsynlegt sé að Jöfnunarsjóður þróist í takt við viðamiklar breytingar sem hafa orðið á sveitarstjórnarstiginu á liðnum árum. Sveitarfélögum hafi fækkað úr 204 í 62 frá árinu 1990 og á sama tíma tekið við veigamiklum nýjum verkefnum, við yfirfærslu grunnskólans og málefna fatlaðs fólks. Þrátt fyrir þetta hafi regluverk sjóðsins lítið breyst. Skyldur sveitarfélaga gagnvart íbúum hvíla á sveitarfélögunum óháð stærð þeirra og staðsetningu.

„Ný löggjöf verður að styrkja mikilvægasta hlutverk sjóðsins, sem er að stuðla að því að öll sveitarfélög geti sinnt lögbundinni þjónustu við íbúa sína. Jöfnunarsjóðurinn er í raun félagslegt millifærslukerfi sveitarfélaganna . Slíkt kerfi þarf að vera hlutlægt og byggja á traustum forsendum og mælikvörðum. Þá er mikilvægt að jöfnunarkerfið skerði ekki athafnafrelsi sveitarstjórna eða dragi úr hvötum til umbóta og framfara,“ er haft eftir Eyjólfi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...