Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ný lög um dýravelferð
Fréttir 9. janúar 2014

Ný lög um dýravelferð

Ný lög um velferð dýra tóku gildi um síðustu áramót. Lögin taka til alls dýrahalds, hvort sem er í atvinnuskyni eða gæludýrahalds. Með nýju lögunum fær Matvælastofnun frekari úrræði til að taka á málum þar sem brotið er gegnvelferð dýra, en eldri lögum dýravernd frá árinu 1994 höfðu verið mikið gagnrýnd vegna þess að í þeim þótti skorta á leiðir til að taka á brotum á dýravernd. Með nýjum lögum ætti að vera hægt að beita þvingunarúrræðum sem koma munu í veg fyrir endurtekin brot á dýravelferð.
Á sama tíma tóku gildi ný lög um búfjárhald. Með þeim færist allt búfjáreftirlit frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Ráðnir hafa verið sex búfjáreftirlitsmenn sem starfa undir stjórn héraðsdýralækna í hverju umdæmi. Þá er unnið að því að endurskoða aðbúnaðarreglugerðir
fyrir búfé en því verki er enn ólokið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...