Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný kynslóð af Fjárvís opnuð
Fréttir 31. mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið.  

Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML. Notendur eru hvattir til að skrá sig inní kerfið sem allra fyrst, kynna sér vel möguleika þess og þær nýjungur sem það hefur upp á að bjóða.


Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands hefur samið við RML um kynningar og innleiðingu kerfisins meðal bænda. Kynningarfundir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.

Allar nánari upplýsingar um kerfið eru veittar hjá RML í síma 516-5000. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið fjarvis@rml.is.
 
Á forsíðu kerfisins má finna stuttar leiðbeiningar um helstu breytingar. Ítarlegri leiðbeiningar munu verða til á næstu vikum og mánuðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...