Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Verkefnið markar nýtt upphaf kornkynbóta.
Mynd / ghp
Fréttir 12. febrúar 2024

Ný kornyrki þróuð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ný kornyrki sem aðlöguð eru íslenskum aðstæðum verða þróuð á næstu árum með tilstuðlan verkefnis um kynbætur á byggi, hveiti og höfrum.

Samkomulag um verkefnið var undirritað milli matvælaráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands þann 24. janúar síðastliðinn. Samkomulagið byggir á því að verkefnið verði framkvæmt á árunum 2024–2028 og tryggir fjármögnun þess á árinu 2024. Heildarfjárhæð verkefnisins á árinu 2024 eru 54 m.kr.

Helsta markmið verkefnisins er að þróa kornyrki sem eru aðlöguð íslenskum aðstæðum og að byggja upp hæfni og getu í plöntukynbótum og plöntuerfðafræði á Íslandi.

Kornkynbæturnar munu fara fram í samvinnu við sænska fyrirtækið Lantmännen, sem hefur nú þegar lagt til vinnu við byggkynbætur sem heldur nú áfram. Einnig mun hefjast í fyrsta sinn kynbætur á vetrarhveiti og höfrum. Í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu segir að verkefni þetta marki nýtt upphaf kornkynbóta á Íslandi. Gert er ráð fyrir að framlengja samkomulagið árlega til eins árs í senn fram til ársloka 2028. Niðurstöður tilrauna verða gefnar út fyrir bændur, ráðgjafa og sáðvöruinnflytjendur.

Skylt efni: kornrækt | kornkynbætur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f