Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ný jarðalög eiga að auka gagnsæi eignarhalds á landi
Mynd / Bbl
Fréttir 26. mars 2020

Ný jarðalög eiga að auka gagnsæi eignarhalds á landi

Höfundur: smh

Frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna er komið úr samráðsgátt stjórnvalda og er nú í frekari vinnslu. Markmið þess er meðal annars að styrkja löggjöf um jarðir, land og aðrar fasteignir og í því felast bættir möguleikar stjórnvalda á yfirsýn og stýringu slíkra málefna.

Frumvarpið felur í sér breytingar á fjórum lagabálkum; um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, þinglýsingalögum, lögum um skráningu og mat fasteigna og jarðalögum. Breytingarnar á jarðalögum eiga við um allt land utan þéttbýlis sem skipulagt hefur verið fyrir landbúnað og aðra starfsemi. Þær eiga einnig við um öll lögbýli án tillits til þess hvort þau séu í dreifbýli  eða þéttbýli.

Undanþágur erlendra aðila til eignarréttar á Íslandi

Í gildandi lögum er gert ráð fyrir að ráðherra sé heimilt að veita aðilum undanþágu sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar eða eiga hér lögheimili og eru utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að eignast land eða hafa afnotarétt af landi. Tiltekin eru tvö tilvik þar sem ráðherra getur vikið frá þessum skilyrðum. Annað er ef umsókn kemur frá þeim sem hefur rétt til að stunda atvinnurekstur hér á landi og vill öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni eða til að halda þar heimili. Hitt tilvikið segir einfaldlega: „ef annars þykir ástæða til,“ sem þykir of matskennt orðalag. Í frumvarpinu er lagt til að breyta orðalaginu í þessum ákvæðum. Ráðherra verður þannig heimilt að veita undanþágu í tveimur tilvikum; þegar um umsókn er að ræða frá einstaklingi eða lögaðila sem er nauðsynlegt að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteign ásamt fasteignaréttindum sem tilheyra henni til beinnar notkunar í atvinnustarfsemi sinni. Hins vegar samkvæmt umsókn frá einstaklingi ef hann telst hafa sterk tengsl við Ísland, svo sem vegna hjúskapar við íslenskan ríkisborgara.

Á lögbýlum verði landbúnaður stundaður

Meðal helstu atriða í breytingum á jarðarlögum er að í fimmtu grein frumvarpsins er gert ráð fyrir breytingum á ákvæðum varðandi lögbýli, þannig að til þeirra verði einungis stofnað til starfsemi á sviði landbúnaðar – sem er samkvæmt skilgreiningu hvers konar varsla, verndun, nýting og ræktun búfjár, ferskvatnsdýra, lands og auðlinda þess til atvinnu- og verðmætasköpunar, matvælaframleiðslu og þjónustu er tengist slíkri starfsemi. 

Í sjöundu grein er gert ráð fyrir samþykki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir ráðstöfun á beinum eignarrétti eða afnotarétti jarða til lengri tíma en fimm ára yfir fasteignum sem falla undir gildissvið laganna. Þeim sem ber skylda til að afla þessa samþykkis ráðherra er skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi ef fasteign er lögbýli og þannig háttar til að viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir lögbýli, eitt eða fleiri, sem eru samanlagt 50 hektarar eða meira að stærð, í öðru lagi ef fasteign er 350 hektarar eða meira að stærð og í þriðja lagi ef þannig stendur á að viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð.

Undanþága verður frá þessum ákvæðum ef eign er ráðstafað til nákominna.

Upplýsingaskylda lögaðila jarða

Þá er í sjöundu grein frumvarpsins gert ráð fyrir upplýsingaskyldu lögaðila jarða, að veita stjórnvöldum upplýsingar um eignarhald sitt; annars vegar erlendir lögaðilar og hins vegar íslenskir lögaðilar sem eru að þriðjungi eða meira í beinni eða óbeinni eigu erlends lögaðila.

Forsaga þess að frumvarpið er komið fram er að 16. júní 2017 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nefnd um endurskoðun eignarhalds á bújörðum. Var henni falið að gera tillögur að úrræðum til að viðhalda ræktanlegu landbúnaðarlandi og búsetu í sveitum landsins. Í skýrslu starfshópsins sem gefin var út 31. ágúst 2018 kom fram það álit að til að ná ofangreindum markmiðum kæmi helst til greina að gera nánar tilteknar breytingar á jarðalögum og ábúðarlögum.

Atriði sem hópurinn lagði til að tekin yrðu til nánari athugunar lutu meðal annars að því að lögfesta skilyrði um búsetu á landi eða byggingu lands í landbúnaðarnotum, skilyrði um fyrirfram samþykki stjórnvalda fyrir aðilaskiptum að slíku landi og að ákvæði í jarðalögum fyrir lausn lands úr landbúnaðarnotum og landskiptum yrðu afmörkuð með skýrari hætti.

Skoða má frumvarpið og umsagnirnar á vef samráðsgáttar stjórnvalda, samradsgatt.is. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...