Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Forsíðumyndin á nýrri Hrútaskrá, fallegt vorlamb á góðviðrisdegi.
Forsíðumyndin á nýrri Hrútaskrá, fallegt vorlamb á góðviðrisdegi.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæðingahrútar verða kynntir sauðfjárbændum.

Eyþór Einarsson

Að sögn Eyþórs Einarssonar, ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, eru þetta sex fleiri hrútar en í fyrra, þar sem lambhrútar eru 36 og því í meirihluta.

Venju samkvæmt verður útgáfu hennar fylgt eftir með fundum sem haldnir eru í samstarfi við Búnaðarsamböndin víðs vegar um landið.

Eyþór segir að í Hrútaskránni séu kynntir 54 hrútar sem skiptist á sæðingastöðvarnar tvær, Sauðfjársæðingastöð Suðurlands í Þorleifskoti og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands í Borgarnesi. „Aldrei hafa lambhrútar verið jafnmargir í skránni en nú og ástæðan er að við innleiðingu verndandi arfgerða er lögð áhersla á að stytta ættliðabilið. Öllum hrútum sem báru ARR og T137 arfgerðir og voru á stöðvunum á síðasta ári hefur nú verið skipt út fyrir nýja hrúta.“

„Á síðasta ári var góð aukning í notkun sæðinga miðað við árin á undan, sem væntanlega hefur bæði stafað af áhuga bænda fyrir notkun á hrútakostinum og áhuga fyrir innleiðingu verndandi arfgerða,“ heldur Eyþór áfram.

„Þá greiddi matvælaráðuneytið niður sæðingarkostnað ef sætt var með verndandi eða mögulega verndandi hrútum. Gert er ráð fyrir að bændur verði einnig studdir til sæðinga í ár á hrútum sem bera þessar arfgerðir. Þá var það mjög ánægjulegt að árangur sæðinga tók einnig framförum á síðasta ári en meðalfanghlutfall reyndist þá vera 74 prósent ef horft er til ósamstilltra áa sæddum með fersku sæði.“ 

Kynningarfundirnir sem verða haldnir um hrútakost nýrrar Hrútaskrár
  • Búnaðarsamtök Vesturlands, miðvikud. 20. nóv., Lyngbrekka, Borgarbyggð kl. 20:00.
  • Búnaðarsamtök Vesturlands, þriðjud. 19. nóv., Árblik, Dalabyggð kl. 20:00.
  • Búnaðarsamb. Húnaþ. og Stranda, þriðjud. 19. nóv., Sævangur, Steingrímsf. kl. 14:00.
  • Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, miðvikud. 20. nóv., Víðihlíð kl. 20:00.
  • Búnaðarsamband Skagfirðinga, sunnud. 24. nóv., Tjarnarbær kl. 20:00.
  • Búnaðarsamband Eyjafjarðar, miðvikud. 27. nóv., Búgarður, Akureyri kl. 20:00.
  • Búnaðarsamband S-Þingeyinga, þriðjud. 26. nóv., Breiðamýri kl. 13:00.
  • Búnaðarsamband N-Þingeyinga, mánud. 25. nóv., Svalbarði kl. 20:00.
  • Búnaðarsamband A-lands, mánud. 25. nóv., Valaskjálf (Þingmúli), Egilsst. kl. 13:00.
  • Búnaðarsamband Suðurlands, mánud. 18. nóv., Þingborg kl. 20:00.
  • Búnaðarsamband Suðurlands, þriðjud. 19. nóv., Hótel Smyrlabjörg kl. 14:00.
  • Búnaðarsamb. S-lands, þriðjud. 19. nóv., Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjub.kl. kl. 20:00.

Skylt efni: Hrútaskrá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f