Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jóhann Ingi Þorsteinsson og Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, bændur á Mosvöllum í Önundarfirði, tóku ný fjárhús í notkun í byrjun árs. Með þeim eru synirnir tveir, Sigmundur Þorkell, eins árs, og Þorsteinn, þriggja ára. Unga parið hafði stefnt að því að taka við kúabúi í firðinum en treysti sér ekki í fjárfestinguna þar sem reksturinn var þungur.
Jóhann Ingi Þorsteinsson og Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, bændur á Mosvöllum í Önundarfirði, tóku ný fjárhús í notkun í byrjun árs. Með þeim eru synirnir tveir, Sigmundur Þorkell, eins árs, og Þorsteinn, þriggja ára. Unga parið hafði stefnt að því að taka við kúabúi í firðinum en treysti sér ekki í fjárfestinguna þar sem reksturinn var þungur.
Mynd / ál
Viðtal 14. febrúar 2025

Ný fjárhús í Önundarfirði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýbygging fjárhúsa er sjaldgæfur atburður á Vestfjörðum. Á Mosvöllum í Önundarfirði voru ný fjárhús tekin í notkun 7. janúar síðastliðinn. Á þeirri jörð hefur ekki verið stundað búfjárhald í tæp sextíu ár.

Fjárhúsin eiga Jóhann Ingi Þorsteinsson og Gerður Ágústa Sigmundsdóttir. Nýbyggingin mun nýtast sem fjárhús, hesthús og vélageymsla. Fyrsta veturinn verða þar 42 kindur, en í fjárhúsunum er rými fyrir allt að 100 kindur og fimm hesta.

Ætluðu í búskap á Vöðlum

Þau hafa búið á Mosvöllum um nokkurra ára skeið, en undanfarin fimm ár hefur Jóhann Ingi unnið á kúabúinu á nágrannajörðinni Vöðlum í samstarfi við móðurbróður sinn, Árna Brynjólfsson, og eiginkonu hans, Ernu Rún Thorlacius. Þangað til í fyrra stóð til að Jóhann Ingi og Gerður Ágústa myndu taka við búskapnum á Vöðlum, en reksturinn var þungur og lögðu þau ekki í kaupin. Búrekstri var hætt þar á síðasta ári.

Gerður segir að ákvörðunin um að fara ekki í búskap á Vöðlum hafi verið erfið, en þau sjá ekki eftir því núna.

„Sá draumur var fullfjarlægur og við ákváðum að reyna það ekkert meir,“ bætir Jóhann við. „Svo áttum við kindur og hesta og vantaði húsnæði undir það, þannig að við ákváðum að slá til og fá okkur stálgrindahús hér.“

Bygging fjárhússins á Mosvöllum var gerð til að „róa sveitataugarnar“ eins og Jóhann Ingi orðar það. „Við erum búin að sjá fram á að geta ekki unnið við það að vera bændur og þá er þetta góð leið til að svala sveitahjartanu,“ segir Gerður.

Hún segir fyrstu hugmyndirnar hafa snúið að því að byggja hesthús með rými fyrir allt að sex kindur. Í þróunarvinnunni hafi fjöldi kindanna síðan aukist og þegar þau sáu fyrirtæki auglýsa 230 fermetra stálgrindahús á hagstæðum kjörum ákváðu þau að slá til.

Fjárhúsin eru stálgrindahús klædd yleiningum. Í öðrum enda þeirra er rými fyrir allt að hundrað kindur á taði. Hinn hluti húsanna nýtist sem hesthús og vélageymsla. Hér sést Þorsteinn, þriggja ára, við enda jötunnar.

Stálgrind og yleiningar

Jarðvegsframkvæmdir hófust í lok júní og í júlí hófst vinna við að slá upp steypumótum fyrir grunninn. „Það er búið að vera ótrúlega gaman að byggja svona skemmu. Það kom mér á óvart,“ segir Jóhann og tekur fram að það sé alltaf ánægjulegt að vinna fyrir sjálfan sig. Fjárhúsin eru stálgrindahús með yleiningum. Einingarnar voru framleiddar erlendis og var húsið sett saman á Mosvöllum.

Í einum enda húsanna eru tvær krær sem eru aðskildar með jötu. Til þess að lágmarka byggingakostnaðinn var ekki steypt haughús, heldur eru ærnar hafðar á taði og stendur til að koma fyrir gjafagrind. „Þetta má ekki vera of flókið því að við ætlum að vinna með þessu og við viljum hafa gaman af þessu,“ segir Jóhann. Hann starfar við véla- og smíðaverktöku en Gerður er hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Á Vöðlum voru 70 kindur og völdu Gerður og Jóhann úr þær ær sem þau héldu mest upp á. „Ef við viljum svo hætta með kindur þá eigum við glænýtt hús. Það er hægt að nýta svona skemmu í hvað sem er,“ segir Jóhann. Áður en Gerður og Jóhann fluttu ærnar að Mosvöllum í byrjun árs hafði ekki verið stundaður fjárbúskapur á jörðinni í næstum sextíu ár.

Skylt efni: Vestfirðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f