Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd
Fréttir 24. október 2014

Ný drög að reglugerð um velferð alifugla eru harðlega gagnrýnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vinna við reglugerðir um velferð búfjár og gæludýra hefur verið í gangi í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu frá síðastliðnu vori. Í annað sinn eru komin fram drög að reglugerð um aðbúnað alifugla. Velbú, samtök um velferð dýra, og Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) gagnrýna einnig nýju drögin harkalega í umsögnum sínum.

Er sérstaklega fundið að því í athugasemdum Velbús að ekki sé byggt á þeim andblæ sem birtist í nýjum lögum um velferð dýra, sem tóku gildi í byrjun þessa árs. Þá er sérstaklega tiltekið í umsögnunum að samkvæmt nýjum drögum verði goggstýfing heimil á varpfuglum og er það nýtt frá núgildandi reglum – og því mótmæla Velbú og DÍS harðlega. Einnig eru gerðar athugasemdir um að heimildum um hámarks þéttleika við alifuglahald sé ekki breytt frá fyrri drögum, en í nýjum drögum er gert ráð fyrir heimild til aukins þéttleika í eldi alifugla. DÍS tiltekur einnig, þrátt fyrir ýmsar aðfinnslur, að eitt og annað í nýjum drögum sé til bóta. Meðal annars sé til bóta að tillit hafi verið tekið til fyrri athugasemda um hámark hljóðmengunar, um styttingu tíma til að setja upp klóslípibúnað, um að endur og gæsir njóti örugglega lausagöngu og hafi aðgang að vatni til böðunar og loks að mæling á ammoníaki skuli vera í sömu hæð og fuglarnir sjálfir.

Fyrir skemmstu var útgefin reglugerð um velferð hrossa og gerir Matvælastofnun grein fyrir henni hér í blaðinu á blaðsíðu 46. Aðrar reglugerðir eru í vinnslu, en samkvæmt upplýsingum úr atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu eru reglugerðir um velferð nautgripa og velferð sauðfjár og geitfjár hvað lengst komnar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f