Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Mynd / Alejandro Salazar Villega
Fréttir 9. mars 2022

Ný búveðurstöð og gasgreinir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk nýlega styrki til kaups á búveðurstöð og gasgreini. Tækin munu efla rannsóknir skólans á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda.
Rannís úthlutaði samtals 537 milljónum króna úr Innviðasjóði í lok janúar, þar af tæpum 48 milljónum til tækjakaupa. Tveir styrkir komu í hlut Landbúnaðarháskóla Íslands.

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Hvanneyrarbúið hlaut styrk til uppsetningar á nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvanneyri. Mun hún auka hagnýtingu rannsóknarmöguleika skólans auk þess að bæta veðurspár á Vesturlandi sem og vöktun veðurs og loftslagsbreytinga á Íslandi.

„Veðurstöðin mun bæta rannsóknir í jarðrækt umtalsvert, ekki aðeins með betri spám heldur með fjölþættari vöktun veðurs. Þar má til dæmis nefna áhrif hinna ýmsu veðurþátta á vetrarlifun fjölærra nytjajurta eða þroskaferil einærra tegunda,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Heildarkostnaður við veðurstöðina er áætlaður rúmar átta milljónir og verður komin í gagnið á þessu ári.

Mæla áhrif hlýnunar

Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfðum færanlegum gasgreini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum.

Að sögn Alejandro Salazar Villegas, lektors hjá skólanum, mun tækið gera rannsakendum kleift að framkvæma fullkomnari kolefnisflæðismælingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun­andi tegundir óraskaðra vistkerfa.

Kostnaður við kaup á tækinu nemur tæpum 7 milljónum og vonast Alejandro til að hægt verði að fá tækið til landsins fyrir sumarið.

Stuðlar að betri skilningi á losun frá landbúnaði

„Kaup á þessu mælitæki er liður í eflingu náttúru- og umhverfisrannsókna við Landbúnaðarháskólann þar sem meðal annars eru skoðuð áhrif landnýtingar og búfjárhalds á loftslagið.

Í því sambandi má nefna að samstarfsverkefni við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom nýlega að eflingu rannsókna á iðragerjun og losun gróðurhúsalofttegunda búfjár og verið er að koma upp öðrum skyldum mælitækjum sem eru sérhönnuð fyrir mælingar á gróðurhúsalofttegundum innahúss í því sambandi.

Efling á þessum sviðum mun því veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f