Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Framkvæmdir við brúna yfir Múlakvísl.
Mynd / Vegagerðin.
Fréttir 6. ágúst 2014

Ný brú yfir Múlakvísl

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ný brú yfir Múlakvísl var formlega opnuð 6. ágúst þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra klippti á borðann með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Hlaup varð í Múlakvísl undir morgun laugardaginn 9. júlí 2011 og eyðilagði 130 m langa brú sem byggð var árið 1990 og rauf þar með Hringveginn. Samdægurs var hafist handa við undirbúning að smíði bráðbrigðabrúar en Vegagerðin á ávallt til reiðu efni í slíkar brýr. Á sjö dögum var byggð 156 metra löng einbreið bráðabrigðabrú. Opnað var fyrir umferð á hádegi laugardaginn 16. júlí.


Nýja brúin sem nú er tekin í notkun er 162 metra löng eftirspennt bitabrú í sex höfum og 10 m að breidd. Nýr vegur er um 2,2 kílómetrar að lengd og er breidd hans 8 metrar.

Brúargólfið á nýju brúnni er 2 metrum hærra en var á eldri brú og lágpunktar eru hafðir í veginum sitthvoru megin brúar til þess að flóð af þeirri stærðargráðu sem varð í júlí 2011, taki ekki af brúna en rjúfi þess í stað veginn. Í austanverðum farveginum ofan brúar voru byggðir um 5,6 kílómetra langir varnargarðar upp með ánni, þar af er 2,5 kílómetra ógrjótvarinn bakgarður með 11 grjótvörðum leiðigörðum. Tilgangur þessara garða er að beina ánni undir brúna og varna miklu jarðvegsrofi. Auk þessa eru 2 grjótvarðir varnargarðar ofar til að verjast rofi á bakkanum sem er þar allt að 10 metra hár og er eingöngu úr vikri frá Kötlu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f