Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nútímavæðum vélasölu
Mynd / HKr.
Lesendarýni 30. október 2020

Nútímavæðum vélasölu

Höfundur: Bændadeild II Landbúnaðarháskóla Íslands

Hvaða leið er best að fara þegar fjárfesta á í nýju eða notuðu landbúnaðartæki? Í dag þegar fólk kaupir sér bíl eða tölvu fer það beinustu leið inn á heimasíður söluaðila og sér þar allt vöruúrval og verð. Þegar kemur að landbúnaðartækjum er sagan önnur. 

Einhvern veginn hefur markaður á landbúnaðartækjum dregist aftur úr og ekki þurft að standa undir sömu kröfum og álíkar síður. Heimasíður þessar veita takmarkaðar upplýsingar og oftar en ekki leiða þær notandann inn á erlendar umboðssíður. Til þess að fá einhverjar upplýsingar þarf yfirleitt að hringja í umboðin. Viljum við ekki geta valið þau tæki sem við viljum kaupa áður en söluferlið hefst við sölumann? Sölumaðurinn hefur eigin hagsmuna að gæta og reynir ef til vill að hvetja til kaupa á dýrustu tækjunum. Neytandinn ætti að geta gert upp hug sinn á auðskiljanlegri heimasíðu sem hefur allar upplýsingar tilbúnar, frekar en í símtali við sölumann. 

Framtíðarsýnin er sú að notandi ætti að geta unnið sína forvinnu heima á vandaðri heimasíðu, borið saman verð í íslenskum krónum, tæknilegar upplýsingar tækja og hvort þau henti hans þörfum og þannig sparað tíma fyrir bæði sig og sölumanninn.

Við erum algjörlega viss um það að með betri framsetningu upplýsinga munu bæði sölumenn og neytendur hagnast þar sem neytendur geta gert upplýstari kaup og sölumenn geta betur komið á framfæri vöruúrvali sínu.

Með þessu áframhaldi gætu íslenskir bændur farið að horfa framhjá íslenskum söluaðilum og farið beint í erlenda söluaðila. Er þetta framtíðin sem við viljum sjá? Nei, við viljum geta verslað við íslenska söluaðila sem veita okkur örugga og ábyrga þjónustu. 

Bændadeild II 

Landbúnaðarháskóla Íslands

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...