Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Nuffield –  svar Breta við Fordson
Á faglegum nótum 24. nóvember 2014

Nuffield – svar Breta við Fordson

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski iðnjöfurinn William Morris og framleiðandi Nuffield-bifreiða hóf fram­leiðslu á dráttarvélum með sama nafni árið 1946. Morris var aðlaður árið 1938 og tók þá upp nafnið Nuffield lávarður sem traktorarnir eru kenndir við.

Fram undir seinni heimsstyrjöld­ina voru Fordson-traktorar með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á Bret­landseyjum. Í lok styrjald­arinnar var kominn tími á endurnýjun traktoranna og mun breska stjórnin hafa hvatt Morris til að hefja framleiðslu á nýrri og breskri dráttarvél. Landið var nánast gjaldþrota eftir stríðið og hafði því ekki ráð á því að flytja inn vélar.

Tók verkefninu fagnandi

Sagan segir að Morris hafi tekið verkefninu fagnandi enda séð í því tækifæri til að skáka hinum bandaríska keppinaut sínum, Henry Ford, á Bretlandsmarkaði.

Frumgerð Nuffield-dráttarvél­anna var tilbúin árið 1946 en vegna skorts á stáli hófst fram­leiðsla þeirra ekki fyrr en tveimur árum seinna. Fyrsti Nuffield-traktorinn var sýndur á land­búnaðarsýningunni í Smithfield árið 1948.

Hönnun traktoranna var einföld og þeir voru ódýrir í framleiðslu en um leið nýtískulegir fyrir sinn tíma. Vélin var tveggja strokka og gekk fyrir ódýrri blöndu af bensíni og parafínolíu. Reynslan af þeim var góð og þóttu þær vinnuþjarkar sem biluðu sjaldan. Árið 1950 var farið að framleiða Nuffield-traktora með Perkins dísilvél.

Sala á Nuffeild-dráttarvélum gekk vel og fyrstu árin var um 80% framleiðslunnar flutt út og jók á gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Samrunar og eigendaskipti

Árið 1952 sameinuðust Nuffield og Austin Motor undir heitinu  British Motor Corporation sem árið 1968 varð hluti af British Leyland Motor Corporation. Ári síðar fluttist framleiðsla vélanna frá Birmingham í Bretlandi til Bathgate í Skotlandi. Á sama tíma var lit þeirra breytt úr rauðum í bláan og skipt um nafn. Leyland-nafnið tók við að Nuffield.

Marshall Traker, sem framleiddi beltatraktora og jarðýtur, keypti framleiðsluréttinn á Leyland-dráttarvélunum árið 1982. Framleiðslan var þá flutt til Gainsborough í Lincolnshire í Englandi. Salan á Marshall-dráttarvélunum náði aldrei almennilegu flugi og var framleiðslu þeirra hætt 1995.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...