Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Orkugerðin ehf. í Flóahreppi umbreytir sláturúrgangi í kjötmjöl til landgræðslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. nóvember 2021

Nú má dreifa kjötmjöli og moltu til 1. desember

Höfundur: smh

Leyft verður að dreifa kjötmjöli og moltu til landgræðslu til 1. desember í ár, en ekki 1. nóvember eins og verið hefur, samkvæmt nýrri reglugerð sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út.

Þannig hefur tíminn verið framlengdur sem má dreifa kjötmjöli og moltu á land sem ætlað er til beitar eða fjölærrar fóðurframleiðslu um einn mánuð, en það verði eftir sem áður friðað til 1. apríl árið eftir.

Í reglugerðinni kemur fram að ekki sé heimilt að bera þessi efni á frosna eða snæviþakta jörð. Þar stendur einnig að umbúðir og fylgiseðlar áburðar úr kjötmjöli og moltu eigi að merkja með eftirfarandi áletrun: „Lífrænn áburður eða jarðvegsbætandi efni – Ef nýta á land til beitar eða fóðurframleiðslu má ekki bera á það moltu eða kjötmjöl síðar en 1. desember árið áður og skal landið þá friðað fyrir beit a.m.k. til 1. apríl. Efnið má plægja niður í flög að vori, sem ætluð eru til nýræktar eða ræktunar einærra fóðurjurta.“ 

Skylt efni: kjötmjöl | Landgræðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f