Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október.
Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október.
Á faglegum nótum 22. október 2019

Nóvemberkaktus – vinsæl vetrarprýði

Höfundur: Telma Halldórsdóttir

Nóvemberkaktus, Schlum­bergera truncata, hefur verið vinsæl pottaplanta í tugi ára og eflaust muna margir eftir honum sem risastórum, hangandi með glæsilegum, tvöföldum, túbulaga blómum heima hjá ömmu. Hann er auðveldur í ræktun og er allur hinn glæsilegasti.

Ræktaðir hafa verið margir blendingar nóvemberkaktusa og hinna skyldu desember­kaktusa sem blómstra á mismunandi tímum og mörgum litum. Það dásamlega er að þeir blómstra þegar flestar aðrar blómstrandi inniplöntur eru komnar í vetrarfrí.

Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt.

Heimkynni í Brasilíu

Nóvemberkaktus tilheyrir lítilli ættkvísl og er ólíkur öðrum kaktusum að því leyti að hann er engin sérstök þurrlendisjurt. Náttúruleg heimkynni eru rakir skógar strandfjalla í suðaustur­hluta Brasilíu. Þar vex hann í 700–1000 metra hæð yfir sjávarmáli á skuggsælum, rökum stöðum sem ásæta á trjám og klettum. Því þarf að huga vel að því að veita honum nægan raka og gott vatnsfrárennsli.

Almenn umhirða

Kjörin staðsetning fyrir nóvember­kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós. Ef hann er berskjaldaður fyrir sól brenna laufin og verða rauðleit. Ef hann er nærri norður- eða austurglugga þurfum við síður að hafa áhyggjur af því. Ákjósanlegt rakastig er í kringum 60% sem sjaldan næst í okkar þurra stofulofti. Því þurfum við að leita leiða til að veita honum nægan loftraka. Hægt er að staðsetja undirskál með vikri undir pottinn sem vökvunarvatnið lekur í. Þá gufar vatnið upp með tímanum og leikur um plöntuna. Vikurinn í undirskálinni kemur í veg fyrir að rætur plöntunnar liggi í vatni og rotni. Önnur aðferð til að auka loftrakann er að úða hana með vatni. Umpottað er sjaldan því ræturnar mega búa fremur þröngt. Tími umpottunar er í mars. Sem pottaplanta í heimahúsum þarf að hafa loftríka moldarblöndu, til að mynda 60% gróf mold og 40% vikur. Ólíkt öðrum kaktusum ætti nóvemberkaktus ekki að þorna milli vökvana nema ef til vill að lokinni blómgun. Vökvað er vel á vaxtartíma og þegar vökvað er þarf að leyfa vatninu að leka vel af.

Örvun blómmyndunar

Kjörin staðsetning fyrir nóvember­kaktus er á björtum stað en forðast skal beint sólarljós.

Til að örva blómmyndun og eiga von á stórfenglegum blómum í nóvember er dregið úr vökvun um miðjan október. Kaktusinn er settur í almyrkvun í um 13 tíma á sólarhring en hafður í góðri birtu þess á milli. Miðað við birtumagn hérlendis á þessum árstíma er líklega óþarfi að færa hann og huga einungis að hitastiginu. Staðurinn þarf að vera svalur. Þegar blómbrum sjást er valinn staður þar sem hann fær að vera óhreyfður því brumin eru viðkvæm og falla auðveldlega af.

Meðan blómbrum myndast og út blómgunartímann ætti að gefa blómaáburð sem inniheldur nitur í lágmarki en meira af fosfór og kalí. Eftir blómgun er komið að svokölluðum „hvíldartíma“ kaktussins, þá má hann þorna milli vökvana.

Auðveldur í fjölgun

Ef plantan hefur tilhneigingu að verða gisin er kjörið að taka nokkra stilka með 2–3 „blöðum“. Þá þéttir plantan sig og maður getur fjölgað henni með græðlingum. Þetta þarf að gerast á vorin, svona um það leyti sem plantan er að hefja nýtt vaxtartímabil, í apríl/maí. Það tekur aðeins örfáa daga að þurrka græðlingana svo skurðarsárin grói og rætur myndast auðveldlega. Eftir nokkrar vikur hafa myndast nýjar smáplöntur sem gefa má vinum og vandamönnum, til mikillar gleði og ánægju.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f