Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði er talin vera meginástæða aukinnar bakteríusýkingar í mönnum sem ekki er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum.
Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði er talin vera meginástæða aukinnar bakteríusýkingar í mönnum sem ekki er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 28. febrúar 2023

Notkun eykst þrátt fyrir hættu á ónæmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri umfjöllun í Nature segir að notkun á sýklalyfjum í landbúnaði sé mun meiri en hingað til hefur verið talið og að notkunin eigi eftir að aukast enn meira til ársins 2030.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við að sýklalyfjaónæmi sé ein helsta ógnunin við lýðheilsu í heiminum í dag.

Mikil notkun á sýklalyfjum í landbúnaði er talin vera meginástæða aukinnar bakteríusýkingar í mönnum sem ekki er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Í greininni segir að þrátt fyrir að sýklalyf geti reynst nauðsynleg til að meðhöndla sýkingar í búfé þá sé misnotkun lyfjanna algeng í þeim tilgangi að flýta fyrir og auka vöxt þeirra og að koma í veg fyrir sýkingar í búfé sem alið er við ófullnægjandi aðstæður og mikil þrengsli.

Reglur ekki virtar

Stjórnvöld víða um heim, þar á meðal Bandaríki Norður-Ameríku og flest lönd í Evrópu, hafa bannað að nota sýklalyf sem vaxtarörvandi í landbúnaði en illa hefur gengið að framfylgja því banni. Meginástæða þess er að framleiðendur lyfjanna og bændurnir sem þau nota segja notkun þeirra nauðsynlega til að fyrirbyggja sýkingar.

Illa hefur gengið að afla gagna um raunverulega notkun á sýklalyfjum í landbúnaði þar sem fjöldi landa hvorki safnar upplýsingum um hana eða gefur út tölur um notkunina.

Auk þess sem megnið af tölum um notkun sýklalyfja í landbúnaði eru taldar of lágar og því ómarktækar.

Aukin notkun

Samkvæmt því sem segir í Nature er Kína það land í heiminum sem notar langmest af sýklalyfjum, í tonnum talið, í landbúnaði. Brasilía, Bandaríki Norður-Ameríku, Indland og Austurríki fylgja svo í kjölfarið ásamt Taílandi, Íran, Mexíkó, Rússlandi og Pakistan. Áætlanir gera ráð fyrir að notkun sýklalyfja í landbúnaði eigi eftir að aukast í öllum þessum löndum um 1 til 33% til ársins 2030 að Íran undanskildu þar sem notkunin er talin munu dragast saman um 1%.

Nýir útreikningar benda til að sýklalyfjanotkun í Afríku sé allt að tvöfalt meiri en hingað til hefur verið talið og 50% meiri í Asíu en gefið hefur verið upp.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...