Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein í nýju Bændablaði í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja. Þar segir að í lögunum komi skýrt fram að ekki skuli beita sýklalyfjum reglulega sem fyrirbyggjandi aðferð gegn dýrasjúkdómum.

Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina­ dýralæknir súna og lyfjaónæmis Matvælastofnunar.

Sýklalyfjaónæmi er talin vera ein helsta heilbrigðisógn manna og dýra í dag – og notkun sýklalyfja talinn sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á uppkomu ónæmra sýkla. Almennt er talið að þróun nýrra sýklalyfja sé ekki í takt við hraða þróun ónæmis.

59 prósent lamba fá lambatöflur

Í greininni kemur fram að Matvælastofnun hafi á undanförnum árum unnið að vitundarvakningu meðal bænda og dýralækna um þessa útbreiddu notkun á sýklalyfjum, í formi „lambataflna“, sem fyrirbyggjandi aðferð gegn slefsýki í unglömbum. Stofnunin hafi greint notkun á þeim á árunum 2020–2022 og þar hafi komið í ljós að á árinu 2020 fengu 66 prósent lamba slíkar töflur, en hlutfallið fór niður í 59 prósent árið 2021 og stendur í stað árið 2022.

Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina­dýralæknir súna og lyfjaónæmis Matvælastofnunar, er meðal höfunda greinarinnar en hún flutti einnig erindi um málefnið á málþingi sóttvarnalæknis á evrópska sýklalyfjadeginum 18. nóvember. Hún segir að Íslendingar standi nokkuð vel þegar borin eru saman tilfelli sýklalyfjaónæmis manna og dýra hér á landi við önnur Evrópulönd, en staðan sé þó áþekk á hinum Norðurlöndunum. Hún segir erfitt að meta áhrif notkunar lambataflanna á tíðni ónæmra baktería í íslenskri sauðfjárrækt, en þær finnist klárlega í íslenskum lömbum. Engin gögn séu þó til, beinlínis, um samanburð við Evrópu um slík tilfelli.

Þörf á vitundarvakningu

Vigdís segir að þörf sé á því að vekja bændur til meðvitundar um þessi mál, ljóst sé að aðrir möguleikar séu í stöðunni til að fyrirbyggja slefsýki.

„Þessi grein er ein af leiðum okkar til að vekja athygli á þessu, en þetta er ekki fyrsta skiptið sem við tökum þetta upp – við höfum gert það bæði í greinum en líka á fundum með sauðfjárbændum. Eins hefur sérgreinadýralæknir sauðfjár tekið þetta upp á fundi með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda. Best væri auðvitað að það kæmi vitundarvakning frá Bændasamtökum Íslands eða búgreinadeild sauðfjárbænda,“ segir Vigdís.

HÉR mál lesa grein starfsmanna Matvælastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f