Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Svínakjötsframleiðsla, Noregur, tryggingar, sjúkdómavarnir, MRSA-bakterían
Fréttir 13. júlí 2015

Norskir svínabændur berjast við MRSA-bakteríuna

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Í síðasta Bændablaði var umfjöllun um bakteríuna MRSA CC398 sem er ónæm fyrir sýklalyfjum og finnst í svínakjöti í verslunum í Bretlandi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum og er þekkt á svínabúum víða um Evrópu ásamt því að vera alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum. Sami vandi er nú að koma upp í Noregi.

Að sögn norska bændablaðsins berjast bændur þar í landi einnig við bakteríuna og að sami skapi við tryggingafélög sem hafa hætt að selja bændum tryggingar vegna of mikillar áhættu á að sýkingin komi upp aftur og valdi miklum fjárhagslegum skaða. Nú bíða norskir svínabændur eftir nýrri reglugerð stjórnvalda sem snýr að bótum ef þeir fá MRSA-bakteríuna í dýrin sín.  

Steypir norskum svínabændum í gjaldþrot

Umhverfið fyrir norska svínabændur í dag er þannig að ef MRSA-bakterían kemur upp á svínabúi þeirra þá geta þeir endað snögglega í gjaldþroti ef þeir hafa ekki sérstaka tryggingu við sjúkdómnum. Samkvæmt nýrri MRSA-reglugerð ríkisstjórnarinnar þar í landi er það bóndinn sjálfur sem fær reikninginn fyrir framleiðslutapinu fyrsta árið og eru norskir bændur ósáttir við þessa nálgun, það er, að bera einir tapið fyrsta árið upp á jafnvel tugi milljóna króna. Ef MRSA-bakterían nær fótfestu í Noregi getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lýðheilsu fólks í landinu og eru menn óttaslegnir ef bakterían kemur upp til dæmis á sjúkrahúsum. Þess vegna er grísum slátrað um leið og tilfelli kemur upp og svínabúin sótthreinsuð en stóra spurningarmerkið er nú hver eigi að borga fyrir baráttuna við MRSA-bakteríuna þar í landi. 

Tryggingafélag hætt að tryggja

Tryggingafélagið Gjensidige tryggir á bilinu 70–80 prósent af svínabúum í Noregi en frá og með 26. febrúar á þessu ári hætti tryggingafélagið að selja tryggingar sem ná yfir MRSA-sýkingar. Þetta gerði Gjensidige eftir að útbreiðsla bakteríunnar átti sér stað á nokkrum svínabúum í Þrændarlögum og bera fyrir sig að um stórar fjárhæðir sé að ræða og að mikil áhætta sé á að ný tilfelli komi upp.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...