Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Norskar kindur.
Norskar kindur.
Mynd / Bbl
Fréttir 15. nóvember 2021

Norsk stjórnvöld með milljarða stuðning við bændur

Höfundur: USS/HKr.

Á þessu ári hafa orðið gífurlegar hækkanir á rekstrarvörum bænda. Ekki sér fyrir endann á þess­ari þróun, en að öllum lík­indum mun verð koma til baka þegar jafnvægi kemst á hagkerfi heims­ins. Í síðustu viku tilkynntu norsk stjórnvöld að þau myndu auka stuðning við bændur um 11,3 milljarða ÍSL kr. (754 milljónir NOK kr.). Umfang stuðningsins er í fullu samræmi við þær kröfur sem norskir bændur höfðu sett fram í samningaviðræðum við stjórnvöld.

Aukinn stuðningur við norska bændur er þrískiptur. Alls fara 610 milljónir norskra króna, eða sem svarar 9.143 milljónum íslenskra króna, í bætur vegna hækkunar á tilbúnum áburði. Þá fara 136 milljónir NOK kr., eða 2.039 milljónir ÍSL kr., í stuðning vegna hækkunar á byggingarefni og 9 milljónir NOK kr., eða sem nemur 128 milljónum ÍSL kr., fara í stuðning við ávaxta- og berjarækt.
Sem dæmi um hvernig þessi stuðningur kemur við rekstur bænda, þá hækkar stuðningur fyrir hvern ha sem er í ræktun (Kulturlandskapstilskudd) um sem nemur 7.950 ÍSL kr. á hektara. Hann fer úr 24.300 í 32.250 ÍSL kr. á hektara.

Stuðningur við kornrækt (Arealtiskudd, korn) hækkar um sem nemur 4.800 ÍSL kr./ha og fer úr 32.550 í 37.350 ÍSL kr/ha. Þó er það breytilegt eftir svæðum.
Gripagreiðslur fyrir þá sem eiga 15-30 mjólkurkýr (Tilskudd husdyr – Melkekyr) hækkar um sem nemur 6.000 ÍSl kr. á hvern grip. Hækka beingreiðslurnar úr sem nemur 49.230 í 55.230 ÍSL kr. á grip.

Athygli vekur að í greinargerð sem fylgir fréttatilkynningu um aukinn stuðning við norska bændur er þess getið sérstaklega að samningsaðilar, sem eru bændur og stjórnvöld, telja að þar sem 2/3 tekna bænda koma í gegnum afurðaverð þurfi tekjuauki bænda líka að koma úr þeirri átt. Þetta er sérstaklega áhugavert með hliðsjón af því að Samkeppniseftirlitið sendi út fréttatilkynningu á dögunum þar sem „brýnt er fyrir forsvarsmönnum hvers konar hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun sem tengist verðlagningu eða annarri markaðshegðun fyrirtækja“. /USS/HKr.

Skylt efni: norskur landbúnaður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...