Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mörk túndru og skóga.
Mörk túndru og skóga.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 6. desember 2023

Norrænt vísindanet um áhrif loftslagsbreytinga

Höfundur: Isabel Barrio prófessor

Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir nýtt verkefni sem hlaut styrk frá NORDFORSK í þessum mánuði.

Isabel Barrio.

Verkefnið heitir The Nordic Borealization Network (NordBorN) og markmið þess er að stofna samstarfsvettvang til að skilja áhrif loftslagsbreytinga og breytinga á landnotkun í norrænum vistkerfum. Afleiðing þessara breytinga er sú að margar tegundir sem eru dæmigerðar í skógum eru að breiðast út í túndruna, en það er ferli sem kallast á ensku „borealization“.

Hvað er borealization?

Norðurlöndin standa á mörkum barrskógabeltis og túndru. Vegna hlýnunar loftslags og breytinga á landnotkun eru lífríkismörk að færast. Margar tegundir sem eru dæmigerðar fyrir skóginn breiðast út í túndruna og kallast það borealization.

Á íslensku mætti kannski kalla það barrskógabeltisvæðing eða heimsskautun. Þær breytingar sem fylgja þessu ferli kalla á öflugar grunn- og hagnýtar rannsóknir. Rannsaka þarf hvers vegna, hvernig, hvenær og hverjar eru afleiðingar þessara breytinga. Þá þurfum við að nýta þá þekkingu sem verður til og nota til að stýra breytingum. Með því er þá hægt að segja til um afleiðingar á vistkerfum og áhrif á dýrmæta vistkerfisþjónustu þeirra.

Þær breytingar sem eru yfirvofandi eru útbreiðsla trjáa og runna, útbreiðsla ágengra tegunda og breytingar á líffræðilegum samfélögum sem og breytingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa ásamt breytingum á landslagsgerð og vistkerfisferlum.

Í þessari vinnu eru mismunandi drifkraftar og nálganir ólíkra notenda. Má þar nefna umhverfis- og náttúruverndarstofnanir, almenning, landnotendur og stefnumótendur. Breytingar sem við getum búist við eru til dæmis hraðari útbreiðsla ágengra tegunda, aukin tíðni og alvarleiki skordýrafarsótta, tap á túndruvistkerfum, tap á landslagi eins og það er í dag, árekstrar milli villtra dýra og búfjártegunda.

Má þar nefna ágang gæsa á íslensk tún sem dæmi. Einnig munu þessar breytingar hafa afleiðingar fyrir bændur á norðurslóðum, til dæmis með breyttum aðferðum við hreindýrarækt eða með því að skapa tækifæri í sauðfjárrækt á Suðvestur-Grænlandi. Þetta breiða svið undirstrikar þörfina á öflugu þverfaglegu teymi sem sérhæfir sig á sviðinu.

Norrænt vísindanet

Markmið NordBorN er tvíþætt: 1) að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir til að skilja drifkrafta, ferli, og afleiðingar heimsskautunar (e.borealization) á norræn vistkerfi, og 2) að koma á fót miðstöð til að þjálfa næstu kynslóð norrænna vísindamanna.

Til að ná þessu markmiði mun NordBorN leiða saman sex norræna háskóla (LbhÍ, Norska tækni- og raunvísindaháskólann NTNU, UiT Norðurslóðaháskólann í Noregi, Austur-Finnlandsháskóla, Gauta- borgarháskóla og Háskólann í Árósum) og þrjá samstarfsaðila (Norsku náttúrurannsókna- stofnunina, Náttúruauðlindastofnun Grænlands og Háskólann í Edinborg).

Verkefnið hefst formlega eftir áramót og hlaut 192 milljóna króna styrk til næstu fimm ára frá Nord Forsk áætluninni.

Þar af munu 53,4 milljónir renna til verkefnisins innan Landbúnaðarháskóla Íslands.

Isabel Barrio prófessor leiðir verkefnið en fleiri koma að því og þau eru Ása Aradóttir prófessor, Bjarni D. Sigurðsson prófessor, Hlynur Óskarson prófessor, Alejandro Salazar lektor, Emmanuel Pagneaux lektor, Jón Guðmundsson lektor, Mathilde Defourneaux doktorsnemi og Christian Schultze rannsókna- og alþjóðafulltrúi.

Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir nú eftir nýdoktor til að starfa við verkefnið sem hefji störf í upphafi árs 2024.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...