Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Lesendarýni 22. janúar 2024

Norrænt tengslanet um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs

Höfundur: Þórey jarðræktarráðunautur og Jóhann er fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs hjá RML.

Land og skógur (Los) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) voru þátttakendur í samnorrænni NKJ umsókn um verkefni sem sneri að myndun samstarfsvettvangs sem fjallar um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs.

Umsóknin hlaut brautargengi og var formlega hleypt af stokkunum nú í nóvember sl. Það er öflugur hópur sérfræðinga frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi ásamt Íslandi sem mynda þetta samstarfsnet og er það Land og skógur sem leiðir verkefni fyrir hönd Íslands. Við hlökkum til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni enda er heilbrigði jarðvegs undirstöðuþáttur þegar kemur að þeirri þjónustu sem vistkerfi getur veitt, og á það líka við um landbúnaðarvistkerfi.

Mikilvægt er að geta metið árangur ólíkrar meðhöndlunar á heilbrigði jarðvegs og því nauðsynlegt að hafa til þess góðar leiðir. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga og setja fram með hvaða hætti hægt er að meta heilbrigði jarðvegs með góðum en helst einföldum aðferðum.

Mikilvægt er að taka inn staðbundna þætti þegar valdar eru aðferðir til að meta jarð­vegsheilbrigði og áhrif þeirra á niðurstöður, þar sem ólíkar aðferðir passa við ólíkar aðstæður og aðferðir sem notaðar eru til að meta heilbrigði jarðvegs sunnar á hnettinum passa ekki endilega við hér norðar.

Þetta norræna samstarf mun stuðla að samvinnu þessara aðila í þeim tilgangi að efla og styrkja innviði og auka samstarf innan hvers lands sem og milli landanna.

Við bindum miklar vonir við þetta samstarf og vonum að það stuðli að aukinni meðvitund á heilbrigði jarðvegs og ekki síst útlistun á gagnlegum aðferðum sem hægt er að nota til að meta ástand jarðvegs og getu hans til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað í landbúnaðarvistkerfum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...